McLaren bílarnir verða í speglinum hjá mér á næsta ári 14. nóvember 2006 17:30 NordicPhotos/GettyImages Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen, sem nú er genginn í raðir Ferrari þar sem honum verður ætlað að fylla skarð Michael Schumacher, segir að samningur hans við liðið verði hugsanlega síðasti samningurinn sem hann skrifar undir á ferlinum. Raikkönen var nálægt því að verða heimsmeistari árin 2003 og 2005 þegar hann ók fyrir McLaren, en hann segist eiga mun betri möguleika á að vinna titil hjá Ferrari en hjá gamla liðinu sínu. Hann á þó ekki von á því að endurtaka afrek Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferlinum. "Með rétta bílnum og góðu liði, væri eflaust hægt að ná meti Schumacher, en ég er nokkuð viss um að ég verði ekki það lengi í bransanum að ég nái að vinna sjö titla og samningurinn sem ég var að skrifa undir gæti allt eins orðið minn síðasti. Ég ákvað hinsvegar fyrir löngu að ganga í raðir Ferrari og ég er alveg viss um að ég get orðið heimsmeistari með liðinu," sagði Raikkönen. "Mitt takmark hefur alltaf verið að verða heimsmeistari og ég veit að ég á góða möguleika á því hjá Ferrari. Minn helsti keppinautur á næsta ári verður ekki Fernando Alonso, heldur félagi minn Felipe Massa hjá Ferrari og framvegis sé ég McLaren bílana aðeins í baksýnisspeglinum mínum," sagði Finninn hægláti í samtali við þýska fjölmiðla. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen, sem nú er genginn í raðir Ferrari þar sem honum verður ætlað að fylla skarð Michael Schumacher, segir að samningur hans við liðið verði hugsanlega síðasti samningurinn sem hann skrifar undir á ferlinum. Raikkönen var nálægt því að verða heimsmeistari árin 2003 og 2005 þegar hann ók fyrir McLaren, en hann segist eiga mun betri möguleika á að vinna titil hjá Ferrari en hjá gamla liðinu sínu. Hann á þó ekki von á því að endurtaka afrek Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferlinum. "Með rétta bílnum og góðu liði, væri eflaust hægt að ná meti Schumacher, en ég er nokkuð viss um að ég verði ekki það lengi í bransanum að ég nái að vinna sjö titla og samningurinn sem ég var að skrifa undir gæti allt eins orðið minn síðasti. Ég ákvað hinsvegar fyrir löngu að ganga í raðir Ferrari og ég er alveg viss um að ég get orðið heimsmeistari með liðinu," sagði Raikkönen. "Mitt takmark hefur alltaf verið að verða heimsmeistari og ég veit að ég á góða möguleika á því hjá Ferrari. Minn helsti keppinautur á næsta ári verður ekki Fernando Alonso, heldur félagi minn Felipe Massa hjá Ferrari og framvegis sé ég McLaren bílana aðeins í baksýnisspeglinum mínum," sagði Finninn hægláti í samtali við þýska fjölmiðla.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira