Lífið

Opruh ekki boðið

Oprah Winfrey Er ekki sár yfir því að vera ekki boðið í brúðkaup Toms Cruise og Katie Holmes.
Oprah Winfrey Er ekki sár yfir því að vera ekki boðið í brúðkaup Toms Cruise og Katie Holmes.

Spjallþáttadrottningunni Opruh Winfrey er ekki boðið í brúðkaup stjörnuparsins Katie Holmes og Toms Cruise sem haldið verður á Ítalíu um helgina. Eins og mörgum er kunnugt var það í þætti Winfrey sem Cruise játaði ást sína á Holmes í fyrsta sinn með því að hoppa í sófanum í sjónvarpsþættinum.

„Nei, mér skilst að gestalistinn hjá þeim skötuhjúum sé vel fylltur þannig að mér er ekki boðið en ég ætla nú samt sem áður að gefa þeim gjöf," segir Oprah og bætir því við að hún sé ekki búin að ákveða hvað verði fyrir valinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.