Erlent

Standa við skýrsluna

Þrátt fyrir að lánshæfismat íslensku bankanna sé nánast óbreytt segist fulltrúi Danske Bank standa við skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Hann vísar því á bug að bankinn hafi hagnast á að mála ástandið hér dökkum litum.

Óhætt er að segja að skýrsla Danske bank sem út kom í síðasta mánuði hafi valdið titringi í hér á landi enda var myndin sem dregin var upp af stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi heldur dökk. Í dag ræddu fulltrúar bankans svörtu skýrsluna á ráðstefnu félags viðskipta- og hagfræðinga og þrátt fyrir harða hríð fundarmanna sátu þeir fast við sinn keip.

Breska blaðið Financial News hermir að Danske Bank sé að líkindum einn þeirra banka sem hafi tekið svonefndar skortstöður gegn skuldabréfum íslensku bankanna og þar með vaknar sú spurning hvort hann hafi ekki beinlínis hagnast á að skrifa um þá svarta skýrslu. Því vísaði Lars Christensen, forstöðumaður greiningadeildar Danske Bank, algerlega á bug í samtali við NFS í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×