Lífið

Vill forræði

meðan allt lék í lyndi Whitney Houston og Bobby Brown meðan allt lék í lyndi.
meðan allt lék í lyndi Whitney Houston og Bobby Brown meðan allt lék í lyndi. MYND/AP

Söngdívan Whitney Houston, sem sótti um skilnað við eiginmann sinn Bobby Brown fyrir mánuði, hefur lagt fram skilnaðarskjöl sín hjá dómstólum í Orange-sýslu.

Þar kemur fram að hún vilji fá fullt forræði yfir dóttur þeirra Bobbi Kristinu, sem er þrettán ára. Óskar hún þess jafnframt að Brown fái að heimsækja dóttur sína.

Houston og Brown giftu sig árið 1992 þegar söngkonan var á hátindi frægðar sinnar, m.a. fyrir lög á borð við I Will Always Love You. Hefur ferill hennar legið niður á við allar götur síðan. Brown sló á sínum tíma í gegn með hljómsveitinni New Edition.

Á meðan á stormasömu hjónabandi þeirra stóð var Brown handtekinn fyrir vímuefnanotkun auk þess sem Houston fór tvisvar í meðferð. Houston er um þessar mundir að vinna að nýrri sólóplötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.