Kaupfélagsgenið Ingibjörg Pálmadóttir skrifar 6. október 2006 06:00 Mér hefur verið það ljóst um margra ára skeið að ég ber með mér mjög sterkan og einstakan erfðaþátt sem ég get ekki fundið betra nafn yfir en Kaupfélagsgenið eða Kaupfélagssyndromið. Þessi erfðaþáttur er ekki beint „inn" eins og sagt er og ekki vinsæll meðal þjóðarinnar nú um stundir, sem oft kann hvorki gott að meta né éta. Ég hef hins vegar tröllatrú á því að þessi eiginleiki eigi eftir að blómstra þegar afkomendur mínir og allir þeir sem bera þennan erfðaþátt koma út úr skápnum. Þá verða haldnir Kaupfélagsdagar líkt og „Gay pride dagar" sem enginn gat séð fyrir að haldnir yrðu hér með elegans. Hver vill þá ekki vera með? Það er til stór hópur í dag sem segir „Slappaðu af mamma mín, þetta er búið". Svo mikið veit ég að það sem er í genunum hleypur ekki frá manni þótt það kunni að þynnast út um stund eða því haldið niðri með einhverjum hætti. Ég hef þráfaldega rætt þetta við vin minn Kára. Mér finnst hann ekki skilja nógsamlega gildi þessa gens þegar ég bið hann um að einangra genið til að geta betur stýrt áhrifamætti þess, svo koma megi Framsóknarflokknum til bjargar. Nú vil ég segja ykkur mína Kaupfélagsgenasögu ef það vildi til að einhver kannaðist við einkennin. Ég fékk líka þessa fínu grænu skó í Kaupfélaginu heima þegar ég var sex ára. Þetta var svona millistig af gúmmískóm og strigaskóm. Ástæða þessarar fjárfestingar foreldra minna var fyrirhugað ferðalag til Reykjavíkur. Alla leiðina til Reykjavíkur horfði ég niður á tær mér í lotningu og gleði, hlakkaði til að sýna frændfólkinu í borginni að maður þarf ekki að vera sveitó þó maður búi ekki í Reykjavík. Þökk sé blessuðu Kaupfélaginu. Við gistum hjá ættingjum okkar í Karfavoginum. Þetta var stórkaupmannsfjölskylda. Virkilega gestrisið og gott fólk en með algjört anti-Kaupfélagsgen, eins og stórkaupmenn höfðu og hafa flestir. Hjónin rifust ekki beint við foreldra mína en ég fann að þau höfðu greinilega miklar áhyggjur af þeirri einokun og einangrun sem þau töldu okkur búa við. Heimasætan elsta, sem nýlega var gengin í Heimdall og hugði á glæsta framtíð í pólitíkinni átti miða í leikhúsið, og bauð nú litlu frænku sinni úr sveitinni með sér. Þetta var þó ekki alveg skilyrðislaust boð, hún vildi að ég skipti um skó, færi í gamla lakkskó af henni. Ég sýndi henni fram á kosti kaupfélagsskónna sem pössuðu mér vel en lakkskórnir gömlu voru skældar bullur sem ég þverneitaði að máta. Ég man enn hve höggið var ógurlegt þegar hún sagðist ekki fara með mig í Þjóðleikhúsið í þessum grænu, hallærislegu túttum. Ég yrði að athlægi, fólk sæi að ég væri úr sveit. Ég varð af leikhúsferðinni, hún tók vinkonu sína með sem gekk í skóm við hæfi. Þið skuluð ekki ímynda ykkur að ég hafi verið lengi spæld yfir þessu. Þvert á móti fannst mér að ég og grænu skórnir hefðum unnið stórsigur. En ég átti eftir að vinna fleiri sigra í þessari ferð. Amerískt tyggigúmmí var ekki til í Kaupfélaginu, það var raunverulega ekki hægt að fá það nema maður hefði mjög góð sambönd. Þá meina ég Wrigleys, þetta gula, hvíta og græna. Fólkið í Karfavoginum var með sambönd þó það þyldi ekki Sambandið og átti ógrynni af tyggjói. Ég finn enn lyktina af gula tyggjóinu, mér fannst það best. Frænka mín, sú í Heimdalli, vissi að ég var afar veik fyrir slíku góðgæti. Hún lagði því fyrir mig þraut sem var á þá leið að hún reif hálfa plötu af gulu tyggjó og bar það upp að nefinu á mér. „Þú mátt eiga alla plötuna ef þú segist vera sjálfstæðiskona," sagði hún. Ég kyngdi munnvatninu og sagði nei. „En ef þú færð heilan pakka?" spurði hún. „Nei ég get það ekki, það væri svo ljótt." „Þú færð karton ef þú segir þetta hátt og snjallt svo allir í Karfavoginum heyra." Nú runnu tvær ef ekki þrjár grímur á mig. Karton, ég gæti gefið öllum krökkunum í þorpinu heilan pakka, átt sjálf afganginn, jú ég gat ekki staðist þetta boð. En þegar ég ætlaði að segja ég er sjálfstæðiskona sagði ég eins og er. Ég er framsóknarkona og við það hefur setið síðan. Þetta var upphaf að löngu og ströngu lífi með Framsókn. Ég veit að til að tryggja sem best að afkomendurnir erfi það besta í fari manns þarf maður að tryggja rétt makaval, þá meina ég pólitískt. Þar uggði ég ekki nægilega vel að mér og því þarf ég að vera sífellt á verði, að börnin mín breyti rétt þegar kemur að kosningum. Meðan Kaupfélagið var og hét á Akranesi kappkostaði ég ávallt að versla þar. Vöruúrvalið var ekki mikið en ég minntist orða móður minnar þar sem hún sagði gjarnan: „Ef hluturinn er ekki til í Kaupfélaginu, þá vantar okkur hann ekki." Þetta voru einföld og góð fræði sem ég fór eftir að mestu. Því var það svo að þegar ég fór að bjóða kærastanum í mat keypti ég hráefnið í Kaupfélaginu, þó meira úrval væri kannski annars staðar. Einhverju sinni keypti ég þar kjötbúðing sem brann á pönnunni hjá mér, mjög illa reyndar, þá meina ég báðum megin altso. Ég snaraði vínberjum yfir allt til að fá betra lúkk á matinn. Bónda mínum verðandi þótti þetta ekki lystugt og lét mjög óvarleg og vanþakklát orð falla um matargerðina þannig að ég var við að beygja af. Til að bæta gráu ofan á svart sagði hann að ekki væri ætan bita að fá í Kaupfélaginu. Dæmigert fyrir áróðurinn á Kaupfélögin. Mannleg mistök við eldavélina gátu líka skrifast á þau. Þá var mér nóg boðið og sagði honum fyrirvaralaust upp í fyrsta sinn og ekki það síðasta. Víkur nú sögunni að erfðavísindum. Í mig var hringt í sumar frá Decode og ég beðin að taka þátt í rannsókn sem nú stæði yfir. Ég blessaði Kára í bak og fyrir og trúði því að hann hefði bænheyrt mig varðandi Kaupfélagsgenið. Þið megið taka úr mér allt blóð og skinn, elskurnar mínar já og meira til. „Eru margir til kallaðir?" spurði ég. „Það er svo sannarlega kominn tími til að rannsaka þetta sérstaka Kaupfélagsgen," sagði ég og átti erfitt með að leyna eftirvæntingu minni og tilhlökkun. Stúlkan hváði og sagði hikandi: „Þú ert til kölluð því að þú ert af þekktri ætt með offitu og hjartsláttartruflanir." Fari það sótbölvað!!! Við það stendur í bili, en ég veit að vísindin efla alla dáð og ég veit að sá dagur mun renna upp að við sanntrúaðir munum eiga eftir að njóta okkar í grænum skóm og rauðum úr Kaupfélaginu. Það verður enginn maður með mönnum á þessu landi nema að hann geti rakið ættir sínar í beinan kvenlegg til framsóknarkvenna og hana nú, Hallelúja. Höfundur er fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Mér hefur verið það ljóst um margra ára skeið að ég ber með mér mjög sterkan og einstakan erfðaþátt sem ég get ekki fundið betra nafn yfir en Kaupfélagsgenið eða Kaupfélagssyndromið. Þessi erfðaþáttur er ekki beint „inn" eins og sagt er og ekki vinsæll meðal þjóðarinnar nú um stundir, sem oft kann hvorki gott að meta né éta. Ég hef hins vegar tröllatrú á því að þessi eiginleiki eigi eftir að blómstra þegar afkomendur mínir og allir þeir sem bera þennan erfðaþátt koma út úr skápnum. Þá verða haldnir Kaupfélagsdagar líkt og „Gay pride dagar" sem enginn gat séð fyrir að haldnir yrðu hér með elegans. Hver vill þá ekki vera með? Það er til stór hópur í dag sem segir „Slappaðu af mamma mín, þetta er búið". Svo mikið veit ég að það sem er í genunum hleypur ekki frá manni þótt það kunni að þynnast út um stund eða því haldið niðri með einhverjum hætti. Ég hef þráfaldega rætt þetta við vin minn Kára. Mér finnst hann ekki skilja nógsamlega gildi þessa gens þegar ég bið hann um að einangra genið til að geta betur stýrt áhrifamætti þess, svo koma megi Framsóknarflokknum til bjargar. Nú vil ég segja ykkur mína Kaupfélagsgenasögu ef það vildi til að einhver kannaðist við einkennin. Ég fékk líka þessa fínu grænu skó í Kaupfélaginu heima þegar ég var sex ára. Þetta var svona millistig af gúmmískóm og strigaskóm. Ástæða þessarar fjárfestingar foreldra minna var fyrirhugað ferðalag til Reykjavíkur. Alla leiðina til Reykjavíkur horfði ég niður á tær mér í lotningu og gleði, hlakkaði til að sýna frændfólkinu í borginni að maður þarf ekki að vera sveitó þó maður búi ekki í Reykjavík. Þökk sé blessuðu Kaupfélaginu. Við gistum hjá ættingjum okkar í Karfavoginum. Þetta var stórkaupmannsfjölskylda. Virkilega gestrisið og gott fólk en með algjört anti-Kaupfélagsgen, eins og stórkaupmenn höfðu og hafa flestir. Hjónin rifust ekki beint við foreldra mína en ég fann að þau höfðu greinilega miklar áhyggjur af þeirri einokun og einangrun sem þau töldu okkur búa við. Heimasætan elsta, sem nýlega var gengin í Heimdall og hugði á glæsta framtíð í pólitíkinni átti miða í leikhúsið, og bauð nú litlu frænku sinni úr sveitinni með sér. Þetta var þó ekki alveg skilyrðislaust boð, hún vildi að ég skipti um skó, færi í gamla lakkskó af henni. Ég sýndi henni fram á kosti kaupfélagsskónna sem pössuðu mér vel en lakkskórnir gömlu voru skældar bullur sem ég þverneitaði að máta. Ég man enn hve höggið var ógurlegt þegar hún sagðist ekki fara með mig í Þjóðleikhúsið í þessum grænu, hallærislegu túttum. Ég yrði að athlægi, fólk sæi að ég væri úr sveit. Ég varð af leikhúsferðinni, hún tók vinkonu sína með sem gekk í skóm við hæfi. Þið skuluð ekki ímynda ykkur að ég hafi verið lengi spæld yfir þessu. Þvert á móti fannst mér að ég og grænu skórnir hefðum unnið stórsigur. En ég átti eftir að vinna fleiri sigra í þessari ferð. Amerískt tyggigúmmí var ekki til í Kaupfélaginu, það var raunverulega ekki hægt að fá það nema maður hefði mjög góð sambönd. Þá meina ég Wrigleys, þetta gula, hvíta og græna. Fólkið í Karfavoginum var með sambönd þó það þyldi ekki Sambandið og átti ógrynni af tyggjói. Ég finn enn lyktina af gula tyggjóinu, mér fannst það best. Frænka mín, sú í Heimdalli, vissi að ég var afar veik fyrir slíku góðgæti. Hún lagði því fyrir mig þraut sem var á þá leið að hún reif hálfa plötu af gulu tyggjó og bar það upp að nefinu á mér. „Þú mátt eiga alla plötuna ef þú segist vera sjálfstæðiskona," sagði hún. Ég kyngdi munnvatninu og sagði nei. „En ef þú færð heilan pakka?" spurði hún. „Nei ég get það ekki, það væri svo ljótt." „Þú færð karton ef þú segir þetta hátt og snjallt svo allir í Karfavoginum heyra." Nú runnu tvær ef ekki þrjár grímur á mig. Karton, ég gæti gefið öllum krökkunum í þorpinu heilan pakka, átt sjálf afganginn, jú ég gat ekki staðist þetta boð. En þegar ég ætlaði að segja ég er sjálfstæðiskona sagði ég eins og er. Ég er framsóknarkona og við það hefur setið síðan. Þetta var upphaf að löngu og ströngu lífi með Framsókn. Ég veit að til að tryggja sem best að afkomendurnir erfi það besta í fari manns þarf maður að tryggja rétt makaval, þá meina ég pólitískt. Þar uggði ég ekki nægilega vel að mér og því þarf ég að vera sífellt á verði, að börnin mín breyti rétt þegar kemur að kosningum. Meðan Kaupfélagið var og hét á Akranesi kappkostaði ég ávallt að versla þar. Vöruúrvalið var ekki mikið en ég minntist orða móður minnar þar sem hún sagði gjarnan: „Ef hluturinn er ekki til í Kaupfélaginu, þá vantar okkur hann ekki." Þetta voru einföld og góð fræði sem ég fór eftir að mestu. Því var það svo að þegar ég fór að bjóða kærastanum í mat keypti ég hráefnið í Kaupfélaginu, þó meira úrval væri kannski annars staðar. Einhverju sinni keypti ég þar kjötbúðing sem brann á pönnunni hjá mér, mjög illa reyndar, þá meina ég báðum megin altso. Ég snaraði vínberjum yfir allt til að fá betra lúkk á matinn. Bónda mínum verðandi þótti þetta ekki lystugt og lét mjög óvarleg og vanþakklát orð falla um matargerðina þannig að ég var við að beygja af. Til að bæta gráu ofan á svart sagði hann að ekki væri ætan bita að fá í Kaupfélaginu. Dæmigert fyrir áróðurinn á Kaupfélögin. Mannleg mistök við eldavélina gátu líka skrifast á þau. Þá var mér nóg boðið og sagði honum fyrirvaralaust upp í fyrsta sinn og ekki það síðasta. Víkur nú sögunni að erfðavísindum. Í mig var hringt í sumar frá Decode og ég beðin að taka þátt í rannsókn sem nú stæði yfir. Ég blessaði Kára í bak og fyrir og trúði því að hann hefði bænheyrt mig varðandi Kaupfélagsgenið. Þið megið taka úr mér allt blóð og skinn, elskurnar mínar já og meira til. „Eru margir til kallaðir?" spurði ég. „Það er svo sannarlega kominn tími til að rannsaka þetta sérstaka Kaupfélagsgen," sagði ég og átti erfitt með að leyna eftirvæntingu minni og tilhlökkun. Stúlkan hváði og sagði hikandi: „Þú ert til kölluð því að þú ert af þekktri ætt með offitu og hjartsláttartruflanir." Fari það sótbölvað!!! Við það stendur í bili, en ég veit að vísindin efla alla dáð og ég veit að sá dagur mun renna upp að við sanntrúaðir munum eiga eftir að njóta okkar í grænum skóm og rauðum úr Kaupfélaginu. Það verður enginn maður með mönnum á þessu landi nema að hann geti rakið ættir sínar í beinan kvenlegg til framsóknarkvenna og hana nú, Hallelúja. Höfundur er fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun