Innlent

Úrslit í ljósmyndasamkeppni NFS

Formaður dómnefndar tekur í hönd Þorsteins Ásgeirssonar.
Formaður dómnefndar tekur í hönd Þorsteins Ásgeirssonar.

Úrslit liggja nú fyrir í ljósmyndasamkeppni Veðurstofu NFS. Niðurstaða dómnefndar varð eftirfarandi:

Í fyrsta sæti lenti mynd Þorsteins Ásgeirssonar - Norðurljós við Jökulsárlón. Í öðru sæti varð mynd Rúnars Kristinssonar - Sumarnótt á Ströndum og í þriðja sæti varð mynd Olgeirs Andréssonar - Næturmynd frá Reykjanesi.

Alls bárust 10.840 myndir. Dómnefnd valdi 30 myndir til atkvæðagreiðslu á VISIR.IS og gilti atkvæðagreiðslan á vefnum 30% á móti 70% dómnefndar. Gríðarleg vinna hefur farið í að fara yfir allar myndirnar og velja þær bestu. Formaður dómnefndar var Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri. Aðrir dómnefndarmenn voru Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Ýr Róbertsdóttir grafíker.

Í umsögn dómnefndar segir um sigurmyndina: Leiftrandi norðurljósin eru ægifögur yfir ísnum á Jökulsárlóninu. Staðsetning ljósmyndarans gerir myndina að sigurmynd, sterkur forgrunnur og grænmálaður himininn.

Veðurstofa NFS þakkar öllum þeim þúsundum sem þátt tóku í keppninni - þeirri fyrstu sinnar tegundar í íslensku sjónvarpi.

Umsögn dómnefndar: Leiftrandi norðurljósin eru ægifögur yfir ísnum á Jökulsárlóninu. Staðsetning ljósmyndarans gerir myndina að sigurmynd, sterkur forgrunnur og grænmálaður himininn.Þorsteinn Ásgeirsson
Umsögn dómnefndar: Uppbygging myndarinnar er athygliverð. Fiskur og hafnarmannvirki í forgrunni og híbýli manna á sjávarkambinum. Myndin geymir stemningu sem margir þekkja frá sjávarsíðu þessa lands, bútungurinn á sínum stað.Rúnar Kristinsson
Umsögn dómnefndar: Ólgandi hafið er ljósmyndaranum eilíf áskorun. Tekist hefur að fanga kraftinn í þessari mynd sem er tær og tignarleg frásögn úr fjörunni.Olgeir Andrésson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×