Innlent

Dómsmálaráðherra ræður kröfum um íslenskukunnáttu

 

Dómsmálaráðherra fær heimild til að ákveða hversu ríkar kröfur skuli gera um íslenskukunnáttu til þeirra sem sækja um ríkisborgararétt á Íslandi, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var í ríkisstjórn í morgun. Komið hefur fram að varið verður eitthundrað milljónum til að efla íslenskukunnáttu innflytjenda. Haldin verða stöðupróf í íslensku og upplýsingar um árangur og námsframvindu varðveittar í gagnagrunni í Menntamálaráðuneytinu. Frumvarpið er samið af nefnd sem ráðherrann skipaði í janúar á þessu ári til að endurskoða lög um ríkisborgararétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×