Hvað á vitleysan að ganga langt? 24. nóvember 2006 05:30 Landsmönnum er vel kunnugt um bæði óréttlætið og byggðaeyðinguna sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Einhverjir hugga sig við að það sé ákveðinn fórnarkostnaður fyrir meinta hagræðingu af kvótakerfinu. Geir Haarde forsætisráðherra gat samt ekki fært nein rök fyrir neinum ávinningi af kerfinu þegar honum var gefinn kostur á því, enda hafa tekjur sjávarútvegsins ekkert aukist á undanförnum árum á meðan skuldir hafa hlaðist upp. Skuldaaukning síðasta áratuginn svarar brátt til tveggja Kárahnjúkastíflna. Enn aðrir hugga sig við að kerfið sé reist á einhverjum vísindalegum grunni og miðist við að byggja upp fiskistofnana. Þessi uppbygging hefur ekki gengið eftir enda er engin von til þess að áætlanabúskapur Hafró í undirdjúpunum með villta dýrastofna geti gengið eitthvað betur en áætlanabúskapur Stalíns á þurru landi. Kerfið stendur vægast sagt á völtum fótum líffræðilega, enda gengur það í berhögg við viðtekna vistfræði. Í umræðum á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra haldið því fram að hvalir éti meiri fisk en landsmenn afla. Það eru líka staðreyndir að spendýr sjávarins og fuglar himinsins éta ekki bara margfalt heldur tugfalt meira en það sem maðurinn tekur til sín af gæðum hafsins. Í hinu flókna orkuflæði og samspili ólíkra lífvera hafsins er augljóst að sjávarspendýr og fuglarnir eru aukaleikarar í því orkuflæði sem fram fer í hafinu, þar sem fiskarnir sjálfir hljóta að vera aðalleikararnir. Það má færa fullgild rök fyrir því að þorskstofninn þurfi að éta í viku hverri sambærilegt magn og ársafli Íslendinga er úr sama stofni. Þannig skiptir ekki öllu máli hvort við veiðum 193.000 tonn af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári eða þess vegna helmingi meira, þar sem þá yrði meiri fæða fyrir þá sem eftir yrðu og framleiðslan í stofninum myndi vaxa. Á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra farið mjög hallloka í þeim umræðum sem fram hafa farið um ofangreindar staðreyndir en flóttaleið ráðherra hefur verið að hafrannsóknir séu háðar óvissu og að von sé á niðurstöðum eftir einhver ár. Það er ekki rétt að það þurfi að bíða í mörg ár. Staðreyndirnar blasa við hverjum sem vilja sjá að áhrif fiskveiðanna eru minniháttar miðað við aðra krafta. Það skýtur því skökku við þegar verið er að ákvarða upp á kíló hvað hver sjómaður má veiða af ákveðinni tegund út frá kerfi, sem stendur á svo veikum grunni og hvað þá að það þurfi að leggja heilu hluta landsins í rúst, kerfisins vegna. Íslenska kvótakerfið er vitleysistilraun sem hefur ekki gengið upp og engin von til þess að gangi upp, þar sem hún stríðir gegn lögmálum náttúrunnar. Fleiri tilraunir, álíka vitlausar, hafa verið gerðar í smærri skala á síðustu árum, s.s. þegar reynt var að gefa villtum þorski loðnu í Arnarfirði til þess að koma í veg fyrir að þorskurinn æti rækjuna í sama firði. Niðurstaða þeirrar tilraunar var að viðbótarfæðan sem þorskurinn fékk gaf honum aukinn kraft til þess að ráðast að rækjunni með enn meira afli - og klára hana. Sú spurning verður æ áleitnari - hvað þarf þessi vitleysa að ganga langt? Höfundur er alþingismaðurv Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Landsmönnum er vel kunnugt um bæði óréttlætið og byggðaeyðinguna sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Einhverjir hugga sig við að það sé ákveðinn fórnarkostnaður fyrir meinta hagræðingu af kvótakerfinu. Geir Haarde forsætisráðherra gat samt ekki fært nein rök fyrir neinum ávinningi af kerfinu þegar honum var gefinn kostur á því, enda hafa tekjur sjávarútvegsins ekkert aukist á undanförnum árum á meðan skuldir hafa hlaðist upp. Skuldaaukning síðasta áratuginn svarar brátt til tveggja Kárahnjúkastíflna. Enn aðrir hugga sig við að kerfið sé reist á einhverjum vísindalegum grunni og miðist við að byggja upp fiskistofnana. Þessi uppbygging hefur ekki gengið eftir enda er engin von til þess að áætlanabúskapur Hafró í undirdjúpunum með villta dýrastofna geti gengið eitthvað betur en áætlanabúskapur Stalíns á þurru landi. Kerfið stendur vægast sagt á völtum fótum líffræðilega, enda gengur það í berhögg við viðtekna vistfræði. Í umræðum á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra haldið því fram að hvalir éti meiri fisk en landsmenn afla. Það eru líka staðreyndir að spendýr sjávarins og fuglar himinsins éta ekki bara margfalt heldur tugfalt meira en það sem maðurinn tekur til sín af gæðum hafsins. Í hinu flókna orkuflæði og samspili ólíkra lífvera hafsins er augljóst að sjávarspendýr og fuglarnir eru aukaleikarar í því orkuflæði sem fram fer í hafinu, þar sem fiskarnir sjálfir hljóta að vera aðalleikararnir. Það má færa fullgild rök fyrir því að þorskstofninn þurfi að éta í viku hverri sambærilegt magn og ársafli Íslendinga er úr sama stofni. Þannig skiptir ekki öllu máli hvort við veiðum 193.000 tonn af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári eða þess vegna helmingi meira, þar sem þá yrði meiri fæða fyrir þá sem eftir yrðu og framleiðslan í stofninum myndi vaxa. Á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra farið mjög hallloka í þeim umræðum sem fram hafa farið um ofangreindar staðreyndir en flóttaleið ráðherra hefur verið að hafrannsóknir séu háðar óvissu og að von sé á niðurstöðum eftir einhver ár. Það er ekki rétt að það þurfi að bíða í mörg ár. Staðreyndirnar blasa við hverjum sem vilja sjá að áhrif fiskveiðanna eru minniháttar miðað við aðra krafta. Það skýtur því skökku við þegar verið er að ákvarða upp á kíló hvað hver sjómaður má veiða af ákveðinni tegund út frá kerfi, sem stendur á svo veikum grunni og hvað þá að það þurfi að leggja heilu hluta landsins í rúst, kerfisins vegna. Íslenska kvótakerfið er vitleysistilraun sem hefur ekki gengið upp og engin von til þess að gangi upp, þar sem hún stríðir gegn lögmálum náttúrunnar. Fleiri tilraunir, álíka vitlausar, hafa verið gerðar í smærri skala á síðustu árum, s.s. þegar reynt var að gefa villtum þorski loðnu í Arnarfirði til þess að koma í veg fyrir að þorskurinn æti rækjuna í sama firði. Niðurstaða þeirrar tilraunar var að viðbótarfæðan sem þorskurinn fékk gaf honum aukinn kraft til þess að ráðast að rækjunni með enn meira afli - og klára hana. Sú spurning verður æ áleitnari - hvað þarf þessi vitleysa að ganga langt? Höfundur er alþingismaðurv
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun