Samkomulag milli stjórnmálaflokkanna um fjármál þeirra 22. nóvember 2006 18:45 Sveitarfélögum verður í fyrsta skipti gert að styrkja framboð til sveitarstjórna, samkvæmt samkomulagi fulltrúa allra stjórnmálaflokka. Þau losna á móti við kostnað sem þau hafa af alþingiskosningum. Sigurður Eyþórsson, formaður nefndar um lagalega umgjörð stjórnarmálastarfseminnar og Kjartan Gunnarsson, varaformaður nefndarinnar, skiluðu forsætisráðherra niðurstöðum nefndarinnar í stjórnarráðinu í dag. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka áttu sæti í nefndinni sem skipuð var í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar. Forsætisráðherra reiknar með að hann og formenn hinna stjórnmálaflokkanna leggi sameiginlega fram frumvarp á yfirstandandi þingi sem byggi á tillögum nefndarinnar, þannig að ný lög gildi um stjórnmálaflokkana í kosningunum næsta vor. Geir H Haarde, forsætisráðherra, segir að þetta séu mikil tíðindi og merkilegt að góð sátt skuli nást um þessi mál milli stjórnmálaflokkanna. Óhætt sé að segja að þessar tillögur feli í sér grundvallarbreytingu. Í dag gilda engin sérstök lög um styrki fyrirtækja og einstaklinga til stjórnmálaflokka og flokkarnir eru ekki bundnir af öðrum lögum hvað þessa styrki og upplýsingar um þá varðar, en bókhaldslögum. Í tillögunum er hins vegar gert ráð fyrir að einstaklingar, félög og fyrirtækjasamstæður geti ekki styrkt stjórnmálaflokka um meira en 300 þúsund krónur á ári. Að auki getur flokksbundið fólk greitt allt að hundrað þúsund krónur í félagsgjöld á ári. Á móti er gert ráð fyrir að framlög ríkisins til stjórnmálaflokkana hækki um 130 milljónir en þau eru nú tæpar 300 milljónir. Stjórnmálaflokkarnir verða að greina frá fyrirtækjum sem styrkja þá en ekki frá nöfnum einstaklinga. Forsætisráðherra segir það vera rétt hvers manns að styðja þau stjórnmálaöfl sem hann kjósi, án þess að þurfa að gefa það upp. Í tillögum nefndarinnar er tekið tillit til nýrra stjórnmálaafla. Þeir flokkar eða listar sem eru að bjóða fram í fyrsta skipti, geta sótt um styrk frá ríkinu fái þau 2,5 prósent greiddra atkvæða eða að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi. Það er nýjung í tillögunum að sveitarfélögum með fleiri íbúa en 500 verður gert skylt að styðja við framboð til sveitarstjórna. Á móti losna þau við kostnað sem sveitarfélögin hafa af Alþingiskosningum. Þá gilda sömu takmarkanir um einstaklinga varðandi framlög í tengslum við prófkjör og gilda um stuðning við flokka en styrkir mega þó ekki verða samanlagt meiri en ein milljón, auk ákveðins álags miðað við fjölda kjósenda í kjördæmi. Hingað til hafa þeir sem bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ekki átt kost á styrkjum frá ríkinu. En samkvæmt tillögum nefndarinnar munu þeir frambjóðendur sem fá tíu prósenta fylgi eða meira eiga rétt á styrkjum. Allir styrkir, hvort sem er til flokka eða einstaklinga, eru háðir því að þeir skili endurskoðuðum reikningum til Ríkisendurskoðunar. Brjóti flokkar eða einstaklingar gegn þessum reglum, verður hægt að refsa fyrir það með sektum og allt að sex ára fangelsi. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sveitarfélögum verður í fyrsta skipti gert að styrkja framboð til sveitarstjórna, samkvæmt samkomulagi fulltrúa allra stjórnmálaflokka. Þau losna á móti við kostnað sem þau hafa af alþingiskosningum. Sigurður Eyþórsson, formaður nefndar um lagalega umgjörð stjórnarmálastarfseminnar og Kjartan Gunnarsson, varaformaður nefndarinnar, skiluðu forsætisráðherra niðurstöðum nefndarinnar í stjórnarráðinu í dag. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka áttu sæti í nefndinni sem skipuð var í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar. Forsætisráðherra reiknar með að hann og formenn hinna stjórnmálaflokkanna leggi sameiginlega fram frumvarp á yfirstandandi þingi sem byggi á tillögum nefndarinnar, þannig að ný lög gildi um stjórnmálaflokkana í kosningunum næsta vor. Geir H Haarde, forsætisráðherra, segir að þetta séu mikil tíðindi og merkilegt að góð sátt skuli nást um þessi mál milli stjórnmálaflokkanna. Óhætt sé að segja að þessar tillögur feli í sér grundvallarbreytingu. Í dag gilda engin sérstök lög um styrki fyrirtækja og einstaklinga til stjórnmálaflokka og flokkarnir eru ekki bundnir af öðrum lögum hvað þessa styrki og upplýsingar um þá varðar, en bókhaldslögum. Í tillögunum er hins vegar gert ráð fyrir að einstaklingar, félög og fyrirtækjasamstæður geti ekki styrkt stjórnmálaflokka um meira en 300 þúsund krónur á ári. Að auki getur flokksbundið fólk greitt allt að hundrað þúsund krónur í félagsgjöld á ári. Á móti er gert ráð fyrir að framlög ríkisins til stjórnmálaflokkana hækki um 130 milljónir en þau eru nú tæpar 300 milljónir. Stjórnmálaflokkarnir verða að greina frá fyrirtækjum sem styrkja þá en ekki frá nöfnum einstaklinga. Forsætisráðherra segir það vera rétt hvers manns að styðja þau stjórnmálaöfl sem hann kjósi, án þess að þurfa að gefa það upp. Í tillögum nefndarinnar er tekið tillit til nýrra stjórnmálaafla. Þeir flokkar eða listar sem eru að bjóða fram í fyrsta skipti, geta sótt um styrk frá ríkinu fái þau 2,5 prósent greiddra atkvæða eða að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi. Það er nýjung í tillögunum að sveitarfélögum með fleiri íbúa en 500 verður gert skylt að styðja við framboð til sveitarstjórna. Á móti losna þau við kostnað sem sveitarfélögin hafa af Alþingiskosningum. Þá gilda sömu takmarkanir um einstaklinga varðandi framlög í tengslum við prófkjör og gilda um stuðning við flokka en styrkir mega þó ekki verða samanlagt meiri en ein milljón, auk ákveðins álags miðað við fjölda kjósenda í kjördæmi. Hingað til hafa þeir sem bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ekki átt kost á styrkjum frá ríkinu. En samkvæmt tillögum nefndarinnar munu þeir frambjóðendur sem fá tíu prósenta fylgi eða meira eiga rétt á styrkjum. Allir styrkir, hvort sem er til flokka eða einstaklinga, eru háðir því að þeir skili endurskoðuðum reikningum til Ríkisendurskoðunar. Brjóti flokkar eða einstaklingar gegn þessum reglum, verður hægt að refsa fyrir það með sektum og allt að sex ára fangelsi.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira