Innlent

Spáir lækkun á notuðum bílum

Forstjóri Heklu spáir því að verð á notuðum bílum muni lækka á næstu misserum því verðið sé of hátt. Hann segir öryggi og eyðslu vera meðal þeirra þátta sem muni hafa mikil áhrif í þá átt.

Mikið af notuðum bílum er til í landinu og þeim fækkaði ekki í haust þegar bílaleigubílar komu á almennan markað eftir sumarið. Knútur Hauksson, forstjóri Heklu, segir verð á notuðum bílum of hátt og að það muni lækka á næstunni þó það verði ekki í einum vetfangi. Hann segir erfitt að spá fyrir um á hversu lögnum tíma það muni gerast en hugsanlega á næstu tveimur árum.

Knútur segir margt muni spila inn þessa þróun. Eldsneytisverð er hátt og hefur sala á dísel fólksbílum aukist en þeir bæði eyða minna og menga minna. En ekki síður telur hann aukið öryggi bíla hafa mikið að segja. Hann telur bíleigendur muni taka lækkunina á sig og þar með talin eru umboðin sem eigi gífurlegt magn notaðra bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×