Innlent

Sturla vill stórátak: fjórar akreinar á Akureyri og Bakkafjöru

Samgönguráðherra segir að stórátak sé þegar hafið í vegamálum. Hann boðar fjögurra akreina veg norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti en biður menn að hafa ekki fordóma gagnvart þriggja akreina vegum, því þeir valdi því að menn aki hægar.

Samtök verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að hefjast þegar handa um stórfellda uppbyggingu vegakerfisins en samgönguráðherra var gestur á fundi þeirra í morgun.

Sturla lýsti framtíðarsýn í tvöföldun vega og vildi að litið yrði á það sem sérátak sem yrði fjármagnað sérstaklega, bæði fjögurra akreina veg austur fyrir Markarfljót, þangað sem beygt yrði niður að Bakkafjöru og höfn sem byggð yrði þar fyrir Vestmannaeyjaferju og sams konar vegur norður á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×