Samfylkingin alveg græn Sigríður Á. Andersen skrifar 17. september 2006 00:01 Þegar húsfyllir varð á tónleikum heimsfrægra tónlistarmanna í Laugardalshöll í janúar síðastliðnum skipti Samfylkingin skyndilega um skoðun á Norðlingaölduveitu. Á tónleikunum, sem voru sjálfsagt alveg órafmagnaðir, mun virkjuninni hafa verið hallmælt og daginn eftir fundaði þingflokkur Samfylkingarinnar og varð andvígur þessari virkjun sem hann hafði áður stutt. Þegar Draumalandið varð metsölubók hljóp Samfylkingin til og bauð höfundinum nefndarsæti hjá Reykjavíkurborg. Fréttir Ríkisútvarpsins hermdu einnig að það hefði verið til umræðu innan flokksins að bjóða honum gott sæti á framboðslista án þess að hann þyrfti að taka þátt í prófkjöri eins og aðrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var andvíg álverum sem frambjóðandi Kvennalistans árið 1991. Á kosninganótt þegar í ljós kom að ekki var hægt að mynda vinstri stjórn án þátttöku Kvennalistans skipti hún um skoðun til að auka líkurnar á því að komast í ríkisstjórn. Sem borgarstjóri greiddi Ingibjörg Sólrún því atkvæði sitt að borgin gengist í ábyrgðir fyrir Kárahnjúkavirkjun. Hún birtist einnig glaðleg og brosmild á forsíðu kosningablaðs Samfylkingar fyrir síðustu þingkosningar. Ástæðan fyrir brosinu var að forsætisráðherraefnið stóð ásamt fleiri frambjóðendum Samfylkingarinnar við skilti frá Alcoa þar sem fram kom að fyrirtækið ætlaði að byggja álver fyrir austan. Enda studdi Samfylkingin málið; virkjunina og álið. Það er því ekki að undra að menn taki nýrri stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum með fyrirvara. Flokkurinn virðist reikull í ráði og ekki þarf mikið til að hann hlaupi frá stefnu sinni og snúist jafnvel í marga hringi. Tónleikar og metsölubækur skekja flokkinn. Ný umhverfisstefna er heldur ekki trúverðug þegar hún er sett saman sem nauðvörn gagnvart sókn Vinstri grænna í fylgi Samfylkingarinnar. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar húsfyllir varð á tónleikum heimsfrægra tónlistarmanna í Laugardalshöll í janúar síðastliðnum skipti Samfylkingin skyndilega um skoðun á Norðlingaölduveitu. Á tónleikunum, sem voru sjálfsagt alveg órafmagnaðir, mun virkjuninni hafa verið hallmælt og daginn eftir fundaði þingflokkur Samfylkingarinnar og varð andvígur þessari virkjun sem hann hafði áður stutt. Þegar Draumalandið varð metsölubók hljóp Samfylkingin til og bauð höfundinum nefndarsæti hjá Reykjavíkurborg. Fréttir Ríkisútvarpsins hermdu einnig að það hefði verið til umræðu innan flokksins að bjóða honum gott sæti á framboðslista án þess að hann þyrfti að taka þátt í prófkjöri eins og aðrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var andvíg álverum sem frambjóðandi Kvennalistans árið 1991. Á kosninganótt þegar í ljós kom að ekki var hægt að mynda vinstri stjórn án þátttöku Kvennalistans skipti hún um skoðun til að auka líkurnar á því að komast í ríkisstjórn. Sem borgarstjóri greiddi Ingibjörg Sólrún því atkvæði sitt að borgin gengist í ábyrgðir fyrir Kárahnjúkavirkjun. Hún birtist einnig glaðleg og brosmild á forsíðu kosningablaðs Samfylkingar fyrir síðustu þingkosningar. Ástæðan fyrir brosinu var að forsætisráðherraefnið stóð ásamt fleiri frambjóðendum Samfylkingarinnar við skilti frá Alcoa þar sem fram kom að fyrirtækið ætlaði að byggja álver fyrir austan. Enda studdi Samfylkingin málið; virkjunina og álið. Það er því ekki að undra að menn taki nýrri stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum með fyrirvara. Flokkurinn virðist reikull í ráði og ekki þarf mikið til að hann hlaupi frá stefnu sinni og snúist jafnvel í marga hringi. Tónleikar og metsölubækur skekja flokkinn. Ný umhverfisstefna er heldur ekki trúverðug þegar hún er sett saman sem nauðvörn gagnvart sókn Vinstri grænna í fylgi Samfylkingarinnar. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar