Lífið

Dauði á myndbandi

steve irwin Krókódílafangarinn dró hala stingskötunnar úr sér áður en hann dó.
Fréttablaðið/AP
steve irwin Krókódílafangarinn dró hala stingskötunnar úr sér áður en hann dó. Fréttablaðið/AP

Dauði "krókódílafangarans" Steves Irwin, sem lést eftir að stingskata stakk hann í brjóstið, náðist á filmu af myndatökumanni sem var með honum í för. Í myndbandinu sést þegar Irwin kippir hala skötunnar úr brjósti sínu. Lést hann því ekki samstundis.

"Halinn stakk hann í brjóstið og hann dró hann út. Skömmu síðar var hann dáinn," sagði umboðsmaður Irwins, John Stainton. Atvikið gerðist svo hratt að myndatökumaðurinn áttaði sig ekki á því sem hafði gerst fyrr en það fór að blæða úr Irwin.

Irwin var neðansjávar að mynda stingskötur fyrir heimildarmynd sem nefndist Ocean's Deadliest, eða hættulegustu dýr sjávarins. Að sögn Staintons hafði hann rætt við Irwin um hættur sjávarins, enda var hann ekki vanur aðstæðum þar. "Ef hann myndi deyja héldum við að það yrði í sjónum. Á fastalandinu var hann vel vakandi og fljótur að hugsa en í sjónum er erfiðara að hafa stjórn á aðstæðum," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.