Lífið

Winstone og Cave á frumsýningu

Mæta til landsins Ray Winstone mætir til landsins vegna frumsýningar myndarinnar The Proposition og Nick Cave rær að því öllum árum að komast einnig. Hér eru þeir ásamt John Hurt sem einnig leikur í myndinni.
Mæta til landsins Ray Winstone mætir til landsins vegna frumsýningar myndarinnar The Proposition og Nick Cave rær að því öllum árum að komast einnig. Hér eru þeir ásamt John Hurt sem einnig leikur í myndinni. MYND/Getty

Kvikmyndahátíðin IIFF verður hleypt af stokkunum á miðvikudaginn þegar kvikmyndin Factotum verður frumsýnd að viðstöddu aðalleikurunum, þeim Matt Dillon og Marisu Tomei. Degi síðar verður íslensk - kanadíska kvikmyndin Bjólfskviða einnig frumsýnd og mun vonarstirni Breta, Gerald Butler, verða viðstaddur sýninguna.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður lokamynd hátíðarinnar The Proposition sem gerð er eftir handriti Nick Cave en hann semur líka tónlistina. Myndin verður sýnd föstudaginn 15.september og herma heimildir blaðsins að Nick Cave ætli að reyna að mæta á frumsýninguna en hann mun halda tónleika hér á landi daginn eftir. Honum mun hafa borist formlegt boð og rær að því öllum árum að koma þessu við í þéttskipaðri dagskrá sinni.

Hins vegar hefur verið staðfest að Ray Winstone muni verða viðstaddur frumsýninguna en hannn leikur eitt aðalhlutverkanna í þessari mynd. Þessi breski leikari þykir með þeim virtustu í kvikmyndaheiminum og aðdáendur glæpamynda muna eflaust eftir honum í Sexy Beast þar sem Winstone fór hamförum á móti Ben Kingsley. Meðal næstu verkefna Winstone er kvikmyndin The Departed þar sem hann leikur undir stjórn Martin Scorsese ásamt Leonardo DiCaprio og Jack Nicholson.

Kvikmyndahátíðinni lýkur síðan viku síðar, þann 21. september, en fyrir þá sem vilja ólmir kynna sér dagskrá hátíðarinnar skal bent á að sérstakt fylgirit um kvikmyndir hátiðarinnar sem fylgir Fréttablaðinu á miðvikudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.