Lífið

Kom óvænt fram

Britney Spears Kom óvænt fram á "Teen choice awards" þar sem hún kynnti atriði eiginmanns síns, Kevins Federline.
Britney Spears Kom óvænt fram á "Teen choice awards" þar sem hún kynnti atriði eiginmanns síns, Kevins Federline. MYND/Reuters

Poppprinsessan Britney Spears kom aðdáendum sínum og áhorfendum á verðlaunahátíðinni "Teen Choice awards" á óvart þegar hún steig á svið til að kynna atriði eiginmanns síns, Kevins Federline. Stúlkan er komin átta mánuði á leið en leit þrátt fyrir það vel út á sviðinu.

 "Þessi verðlaun komu sjálfri mér á kortið á sínum tíma og ég vona að þau eigi eftir að gera það sama fyrir næsta mann sem stígur á svið," sagði Spears með bros á vör þegar hún kynnti Federline til leiks þar sem hann söng lag af nýrri plötu sinni.

Slúðurblöðin í Bandaríkjunum telja þessa framkomu Spears vera vísir að því að hún ætli að koma aftur í bransann eftir barneign númer tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.