Lífið

Skáld, rappari og draggkóngur

Draggkóngur Íslands 2006 Halldór Jónsson Maack deildi pólitískum ástarljóðum sínum með áhorfendum Draggkeppni Íslands og uppskar sigur í keppninni.
Draggkóngur Íslands 2006 Halldór Jónsson Maack deildi pólitískum ástarljóðum sínum með áhorfendum Draggkeppni Íslands og uppskar sigur í keppninni. MYND/Valli

„Ég ákvað að lesa upp úr ljóðabókinni minni sem á að koma út um jólin,“ segir Halldór Jónsson Maack, draggkóngur Íslands 2006. Ljóðabókin ber heitið Ástin/One more time og endurspeglar þannig það sem Halldór er, nefnilega ljóðskáld/rappari.

„Ég hef verið að vinna sem næturvörður á Mogganum en svo flutti Mogginn svo ég kemst ekki lengur í vinnuna,“ segir Halldór, sem lætur vinnuleysið þó ekki á sig fá heldur hefur nýtt frítímann síðan Mogginn flutti í að einbeita sér að ljóðaskrifunum.

Pólitísk ástarljóð eru sérkenni Halldórs, sem vill þó ekki skipa sér í fylkingar á stjórnmálaásinum. „Ég reyni að standa í miðjunni til að ná til allra,“ bætir hann við.

Halldór er ekki óvanur því að koma fram og hefur verið með strákunum í Pörupiltum á Kringlukránni. Þrátt fyrir sigurinn í gær ætlar hann að halda því áfram en vonast þó til að fá eitthvað smávægilegt upp úr sigrinum. „Ég er enn að leita eftir samningi og áhugasamir mega hafa samband við mig,“ segir draggkóngur Íslands 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.