Léttgeggjuð mamma og ungir listamenn 8. ágúst 2006 17:00 Húsið fræga „Erum ekkert að leiðrétta þann misskilning að húsið hafi verið málað í tilefni af írskum dögum,“ segir Magna. Á Skólabraut 35 á Akranesi er hús sem hefur vakið mikla athygli bæjarbúa enda óvenjulegt í meira lagi. Appelsínugult með grænum gluggum og rauðu þaki. Eigendur hússins eru hjónin Magna F. Birnir, forstöðumaður deildar gæðamála og innri endurskoðunar hjá Landspítalanum, og Þorkell Guðbrandsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Akranesi, en þau nýta húsið þegar vaktir Þorkels eru langar uppi á Skaga. „Framkvæmdirnar hófust fyrir einu og hálfu ári en í fyrstu hélt fólk að við værum að mála það í tilefni írskra daga sem haldnir eru uppi á Skaga ár hvert,“ segir Magna. „Við höfum ekkert verið að leiðrétta það enda má fólk túlka þetta hvernig sem það vill,“ bætir hún við en til gamans má geta þess að barnabarn þeirra Mögnu og Þorkels, Þula Glóð, var valið „rauðhærðasti ungi Íslendingurinn“ á írskum dögum í fyrra. „Þetta er bara svona þegar tveir listamenn eru á heimilinu og mamman er léttgeggjuð,“ útskýrir Magna og hlær en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við dætur þeirra tvær sem báðar eru í listnámi. „Elsta dóttir okka, Jóhanna Helga, er í meistaranámí við Art institute of Chicago, og yngsta dóttirin, Birna Bryndís, stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands,“ segir Magna en auk þess hefur þriðja dóttirin, Friðrika Björg, samið barnasögu um húsið. „Heimilisfaðirinn nýtur þess síðan að fylgjast með okkur enda er hann mun jarðbundnari heldur en við, ekki jafn „crazy“,“ segir Magna og hlær. Inni í húsinu er síðan flest allt í sixties-stíl og segir Magna að hugmyndin að því sé komin frá gamalli ljósakrónu sem var skilin eftir þegar þau hjónin keyptu húsið. Fyrir nokkru komu vinir Birnu úr Listaháskólanum og „gröffuðu“ fallegar myndir utan á húsið í mexíkönskum stíl. Athæfið vakti enn meiri athygli á húsinu og í fyrstu héldu nokkrir að þarna væru einhverjir óprúttnir náungar að vinna skemmdarverk. „Aumingjans drengirnir þurftu að taka sér ansi góðan tíma í að sannfæra þá um að þeir væru listamenn en ekki glæpamenn,“ segir Magna og hlær en vildi ekki gefa upp nafn drengjanna. „Graffarar gefa aldrei upp nöfnin sín heldur vilja láta þekkjast af verkum sínum,“ bætir hún við. Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Á Skólabraut 35 á Akranesi er hús sem hefur vakið mikla athygli bæjarbúa enda óvenjulegt í meira lagi. Appelsínugult með grænum gluggum og rauðu þaki. Eigendur hússins eru hjónin Magna F. Birnir, forstöðumaður deildar gæðamála og innri endurskoðunar hjá Landspítalanum, og Þorkell Guðbrandsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Akranesi, en þau nýta húsið þegar vaktir Þorkels eru langar uppi á Skaga. „Framkvæmdirnar hófust fyrir einu og hálfu ári en í fyrstu hélt fólk að við værum að mála það í tilefni írskra daga sem haldnir eru uppi á Skaga ár hvert,“ segir Magna. „Við höfum ekkert verið að leiðrétta það enda má fólk túlka þetta hvernig sem það vill,“ bætir hún við en til gamans má geta þess að barnabarn þeirra Mögnu og Þorkels, Þula Glóð, var valið „rauðhærðasti ungi Íslendingurinn“ á írskum dögum í fyrra. „Þetta er bara svona þegar tveir listamenn eru á heimilinu og mamman er léttgeggjuð,“ útskýrir Magna og hlær en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við dætur þeirra tvær sem báðar eru í listnámi. „Elsta dóttir okka, Jóhanna Helga, er í meistaranámí við Art institute of Chicago, og yngsta dóttirin, Birna Bryndís, stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands,“ segir Magna en auk þess hefur þriðja dóttirin, Friðrika Björg, samið barnasögu um húsið. „Heimilisfaðirinn nýtur þess síðan að fylgjast með okkur enda er hann mun jarðbundnari heldur en við, ekki jafn „crazy“,“ segir Magna og hlær. Inni í húsinu er síðan flest allt í sixties-stíl og segir Magna að hugmyndin að því sé komin frá gamalli ljósakrónu sem var skilin eftir þegar þau hjónin keyptu húsið. Fyrir nokkru komu vinir Birnu úr Listaháskólanum og „gröffuðu“ fallegar myndir utan á húsið í mexíkönskum stíl. Athæfið vakti enn meiri athygli á húsinu og í fyrstu héldu nokkrir að þarna væru einhverjir óprúttnir náungar að vinna skemmdarverk. „Aumingjans drengirnir þurftu að taka sér ansi góðan tíma í að sannfæra þá um að þeir væru listamenn en ekki glæpamenn,“ segir Magna og hlær en vildi ekki gefa upp nafn drengjanna. „Graffarar gefa aldrei upp nöfnin sín heldur vilja láta þekkjast af verkum sínum,“ bætir hún við.
Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira