Léttgeggjuð mamma og ungir listamenn 8. ágúst 2006 17:00 Húsið fræga „Erum ekkert að leiðrétta þann misskilning að húsið hafi verið málað í tilefni af írskum dögum,“ segir Magna. Á Skólabraut 35 á Akranesi er hús sem hefur vakið mikla athygli bæjarbúa enda óvenjulegt í meira lagi. Appelsínugult með grænum gluggum og rauðu þaki. Eigendur hússins eru hjónin Magna F. Birnir, forstöðumaður deildar gæðamála og innri endurskoðunar hjá Landspítalanum, og Þorkell Guðbrandsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Akranesi, en þau nýta húsið þegar vaktir Þorkels eru langar uppi á Skaga. „Framkvæmdirnar hófust fyrir einu og hálfu ári en í fyrstu hélt fólk að við værum að mála það í tilefni írskra daga sem haldnir eru uppi á Skaga ár hvert,“ segir Magna. „Við höfum ekkert verið að leiðrétta það enda má fólk túlka þetta hvernig sem það vill,“ bætir hún við en til gamans má geta þess að barnabarn þeirra Mögnu og Þorkels, Þula Glóð, var valið „rauðhærðasti ungi Íslendingurinn“ á írskum dögum í fyrra. „Þetta er bara svona þegar tveir listamenn eru á heimilinu og mamman er léttgeggjuð,“ útskýrir Magna og hlær en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við dætur þeirra tvær sem báðar eru í listnámi. „Elsta dóttir okka, Jóhanna Helga, er í meistaranámí við Art institute of Chicago, og yngsta dóttirin, Birna Bryndís, stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands,“ segir Magna en auk þess hefur þriðja dóttirin, Friðrika Björg, samið barnasögu um húsið. „Heimilisfaðirinn nýtur þess síðan að fylgjast með okkur enda er hann mun jarðbundnari heldur en við, ekki jafn „crazy“,“ segir Magna og hlær. Inni í húsinu er síðan flest allt í sixties-stíl og segir Magna að hugmyndin að því sé komin frá gamalli ljósakrónu sem var skilin eftir þegar þau hjónin keyptu húsið. Fyrir nokkru komu vinir Birnu úr Listaháskólanum og „gröffuðu“ fallegar myndir utan á húsið í mexíkönskum stíl. Athæfið vakti enn meiri athygli á húsinu og í fyrstu héldu nokkrir að þarna væru einhverjir óprúttnir náungar að vinna skemmdarverk. „Aumingjans drengirnir þurftu að taka sér ansi góðan tíma í að sannfæra þá um að þeir væru listamenn en ekki glæpamenn,“ segir Magna og hlær en vildi ekki gefa upp nafn drengjanna. „Graffarar gefa aldrei upp nöfnin sín heldur vilja láta þekkjast af verkum sínum,“ bætir hún við. Menning Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Á Skólabraut 35 á Akranesi er hús sem hefur vakið mikla athygli bæjarbúa enda óvenjulegt í meira lagi. Appelsínugult með grænum gluggum og rauðu þaki. Eigendur hússins eru hjónin Magna F. Birnir, forstöðumaður deildar gæðamála og innri endurskoðunar hjá Landspítalanum, og Þorkell Guðbrandsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Akranesi, en þau nýta húsið þegar vaktir Þorkels eru langar uppi á Skaga. „Framkvæmdirnar hófust fyrir einu og hálfu ári en í fyrstu hélt fólk að við værum að mála það í tilefni írskra daga sem haldnir eru uppi á Skaga ár hvert,“ segir Magna. „Við höfum ekkert verið að leiðrétta það enda má fólk túlka þetta hvernig sem það vill,“ bætir hún við en til gamans má geta þess að barnabarn þeirra Mögnu og Þorkels, Þula Glóð, var valið „rauðhærðasti ungi Íslendingurinn“ á írskum dögum í fyrra. „Þetta er bara svona þegar tveir listamenn eru á heimilinu og mamman er léttgeggjuð,“ útskýrir Magna og hlær en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við dætur þeirra tvær sem báðar eru í listnámi. „Elsta dóttir okka, Jóhanna Helga, er í meistaranámí við Art institute of Chicago, og yngsta dóttirin, Birna Bryndís, stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands,“ segir Magna en auk þess hefur þriðja dóttirin, Friðrika Björg, samið barnasögu um húsið. „Heimilisfaðirinn nýtur þess síðan að fylgjast með okkur enda er hann mun jarðbundnari heldur en við, ekki jafn „crazy“,“ segir Magna og hlær. Inni í húsinu er síðan flest allt í sixties-stíl og segir Magna að hugmyndin að því sé komin frá gamalli ljósakrónu sem var skilin eftir þegar þau hjónin keyptu húsið. Fyrir nokkru komu vinir Birnu úr Listaháskólanum og „gröffuðu“ fallegar myndir utan á húsið í mexíkönskum stíl. Athæfið vakti enn meiri athygli á húsinu og í fyrstu héldu nokkrir að þarna væru einhverjir óprúttnir náungar að vinna skemmdarverk. „Aumingjans drengirnir þurftu að taka sér ansi góðan tíma í að sannfæra þá um að þeir væru listamenn en ekki glæpamenn,“ segir Magna og hlær en vildi ekki gefa upp nafn drengjanna. „Graffarar gefa aldrei upp nöfnin sín heldur vilja láta þekkjast af verkum sínum,“ bætir hún við.
Menning Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira