Myndar íslensku hörkuna og blíðuna 8. ágúst 2006 08:00 Martin Santander er argentínskur ljósmyndari sem ætlar að mynda íslensk andlit og kynnast kvikunni í þjóðarsálinni. Santander hefur haldið fjölda ljósmyndasýninga í virtum galleríum í París, Brussel og Barcelona og gefið út tvær ljósmyndabækur að auki og nú er komið að Íslandi. Ég kom fyrst til Íslands árið 1986 þegar ég var á ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin og millilenti hér. Þá var ég strax staðráðinn í að koma aftur og fanga það sem fyrir augun ber á mynd. Löngu síðar þegar ég bjó í Brussel eignaðist ég yndislegan íslenskan vin sem búsettur var í borginni í nokkur ár. Hann veitti mér innsýn í kynngimagnaða náttúru landins. Einnig benti hann mér á þau andstæðu öfl sem einkenna víst bæði, íslenskt umhverfi og þá skapgerð sem fólkið geymir, er landið byggir. Martin telur að innræti allra þjóða sé skilgetið afkvæmi umhverfisins. Mér var sagt að náttúruöflin á Íslandi hefðu tvö andlit eins og fólkið. Hún er allt í senn hörð og blíð, útskýrir Martin. Auðvelt að kynnast fólkiHann segist þegar hafa sannreynt þessa kenningu um persónuleika landans á fyrstu þremur dögunum sem hann dvaldi hér. Það er merkilegt hvað fólk virðist annað hvort furðulegt og fráhverft, eða opið og elskulegt. Ég vil þó ítreka að þeir sem tilheyra fyrrnefndu manngerðinni heyra til undantekninga, enda hafa langflestir tekið mér opnum örmum. Fjöldi fólks hefur jafnvel komið upp að mér á götum úti og tekið mig tali. Aðrir hafa vísað mér til vegar þegar ég villist um ranghala Reykjavíkurborgar og mér virðast Íslendingar almennt hlýir og kurteisir og að mínu viti er mjög auðvelt að kynnast fólki hér eins og í Argentínu. Það sem ég merki hvað rammast í þeirri taug sem auðkennir íslenskt lundarfar er einurð og hreinskiptni. Menn segja það sem þeir meina og meina það sem þeir segja. Það er ómetanlegt í mannlegum samskiptum því smjaður og óheilindi eru tímaeyðsla fyrir alla. Áhugi á jaðarsamfélögumMartin segir Reykjavík minna sig á borgina Ushuaia í Argentínu, en hún er syðsta borg veraldar. Þegar maður heimsækir þennan stað er það eins og að koma á hjara veraldar, dálítið eins og manni líður þegar hingað er komið. Landslagið er mjög sérstakt eins og á Íslandi og húsin í Ushuaia minna um margt á íslenskan byggingarstíl enda bjuggu Skandinavar á þessum stað í Argentínu um stund. Ég hef mikinn áhuga á fólki, ástandi þess og aðstæðum eða hvað gerir fólk að því sem það er, segir Martin. Kenningar samfélagshyggju höfða sterkt til mín, því ég trúi fremur á þátt samfélagsins í mótun einstaklinganna en að fólk fæðist með fullmótað eðli. Við komum fremur inn í þennan heim sem óskrifað blað og mótumst síðan af þeim aðstæðum sem við fæðumst inn í, áréttar Martin. Ég hef ekki hvað síst áhuga á þeim sem almennt eru á jaðri samfélagsins eða búa í samsíða heimum. Það er sem ljósmyndaefni. Jaðarfólk hrærir við mér, vekur með mér forvitni og kveikir áhuga á kynnum af reynsluheimi þess. Það var meðal annars vegna þessa sem ég dróst að samfélagi fólks sem býr á brotajárnsöskuhaugum rétt fyrir utan Brussel og gerði myndasyrpu af því í fyrra. Martin Santander mun ferðast um landið í 17 daga en hann kemur hingað í boði Flugleiða, er styrktur af Leica sem er heimsþekkt ljósmyndamerki og íslenska utanríkisráðuneytinu í Brussel. Hann kemur aftur til landsins í haust og síðan í nóvember til að ljúka verkefni sínu. Sýning á verkunum verður haldin í Institut supérieur pour l"étude du language plastique Brussels, frá desember 2006 til janúar 2007. Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Martin Santander er argentínskur ljósmyndari sem ætlar að mynda íslensk andlit og kynnast kvikunni í þjóðarsálinni. Santander hefur haldið fjölda ljósmyndasýninga í virtum galleríum í París, Brussel og Barcelona og gefið út tvær ljósmyndabækur að auki og nú er komið að Íslandi. Ég kom fyrst til Íslands árið 1986 þegar ég var á ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin og millilenti hér. Þá var ég strax staðráðinn í að koma aftur og fanga það sem fyrir augun ber á mynd. Löngu síðar þegar ég bjó í Brussel eignaðist ég yndislegan íslenskan vin sem búsettur var í borginni í nokkur ár. Hann veitti mér innsýn í kynngimagnaða náttúru landins. Einnig benti hann mér á þau andstæðu öfl sem einkenna víst bæði, íslenskt umhverfi og þá skapgerð sem fólkið geymir, er landið byggir. Martin telur að innræti allra þjóða sé skilgetið afkvæmi umhverfisins. Mér var sagt að náttúruöflin á Íslandi hefðu tvö andlit eins og fólkið. Hún er allt í senn hörð og blíð, útskýrir Martin. Auðvelt að kynnast fólkiHann segist þegar hafa sannreynt þessa kenningu um persónuleika landans á fyrstu þremur dögunum sem hann dvaldi hér. Það er merkilegt hvað fólk virðist annað hvort furðulegt og fráhverft, eða opið og elskulegt. Ég vil þó ítreka að þeir sem tilheyra fyrrnefndu manngerðinni heyra til undantekninga, enda hafa langflestir tekið mér opnum örmum. Fjöldi fólks hefur jafnvel komið upp að mér á götum úti og tekið mig tali. Aðrir hafa vísað mér til vegar þegar ég villist um ranghala Reykjavíkurborgar og mér virðast Íslendingar almennt hlýir og kurteisir og að mínu viti er mjög auðvelt að kynnast fólki hér eins og í Argentínu. Það sem ég merki hvað rammast í þeirri taug sem auðkennir íslenskt lundarfar er einurð og hreinskiptni. Menn segja það sem þeir meina og meina það sem þeir segja. Það er ómetanlegt í mannlegum samskiptum því smjaður og óheilindi eru tímaeyðsla fyrir alla. Áhugi á jaðarsamfélögumMartin segir Reykjavík minna sig á borgina Ushuaia í Argentínu, en hún er syðsta borg veraldar. Þegar maður heimsækir þennan stað er það eins og að koma á hjara veraldar, dálítið eins og manni líður þegar hingað er komið. Landslagið er mjög sérstakt eins og á Íslandi og húsin í Ushuaia minna um margt á íslenskan byggingarstíl enda bjuggu Skandinavar á þessum stað í Argentínu um stund. Ég hef mikinn áhuga á fólki, ástandi þess og aðstæðum eða hvað gerir fólk að því sem það er, segir Martin. Kenningar samfélagshyggju höfða sterkt til mín, því ég trúi fremur á þátt samfélagsins í mótun einstaklinganna en að fólk fæðist með fullmótað eðli. Við komum fremur inn í þennan heim sem óskrifað blað og mótumst síðan af þeim aðstæðum sem við fæðumst inn í, áréttar Martin. Ég hef ekki hvað síst áhuga á þeim sem almennt eru á jaðri samfélagsins eða búa í samsíða heimum. Það er sem ljósmyndaefni. Jaðarfólk hrærir við mér, vekur með mér forvitni og kveikir áhuga á kynnum af reynsluheimi þess. Það var meðal annars vegna þessa sem ég dróst að samfélagi fólks sem býr á brotajárnsöskuhaugum rétt fyrir utan Brussel og gerði myndasyrpu af því í fyrra. Martin Santander mun ferðast um landið í 17 daga en hann kemur hingað í boði Flugleiða, er styrktur af Leica sem er heimsþekkt ljósmyndamerki og íslenska utanríkisráðuneytinu í Brussel. Hann kemur aftur til landsins í haust og síðan í nóvember til að ljúka verkefni sínu. Sýning á verkunum verður haldin í Institut supérieur pour l"étude du language plastique Brussels, frá desember 2006 til janúar 2007.
Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira