Erlent

Allt að 140 milljónir gætu dáið

Um eitt hundrað og fjörutíu milljónir manna gætu dáið úr fuglaflensu í heiminum ef hún breytist í alvarlegan inflúensufaraldur. Þá er talið að efnahagslegt tap í heiminum gæti numið um 4,4 billjónum dala sem jafngildir ársframleiðslu í Japan.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Low stofnunin í Ástralíu gerði á mögulegum afleiðingum flensunnar. Fuglaflensan hefur nú greinst í ellefu Evrópulöndum en síðast greindist hún í Ungverjalandi. Þá hafa yfir 200 dauðir fuglar sem fundist hafa víða um Danmörku hafa verið sendir til rannsóknar í Árósum en það kemur líklega ekki í ljós fyrr en á morgun hvort þeir hafi drepist úr fuglaflensu. Veiran hefur enn ekki stökkbreyst svo hún berist á milli manna og segir helsti sérfærðingur Sameinuðu þjóðanna hvað þessi mál varðar að enn sé hægt að koma í veg fyrir alheimsfaraldur ef ríkisstjórnir heimsins verji nógum miklum peningum í verkefnið. Hann segir hættuna vera mesta í Asíuríkjum og í Austur Evrópu þar sem nákvæm tala yfir veirutilfelli séu ekki ljósar. Nauðsynlegt sé að ríkisstjórnir sjái til þess að bændur loki alifugla sína inni til að minnka líkur á smiti líkt og gert hefur verið í Þýskalandi og á Norðurlöndum. Alls hefur nú 91 maður dáið af völdum veirunnar. Í sinni allra verstu mynd er talið að um 140 milljónir manna farist af völdum fuglaflensunnar. Þá gæti stór hluti hagkerfisins í Asíu hrunið og viðskiptaflæði stöðvast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×