Innlent

Farþegar geta andað léttar

setuverkfall starfsmanna Talsmaður starfsmanna segist vongóður um að farsæl lausn sé komin á málið.
setuverkfall starfsmanna Talsmaður starfsmanna segist vongóður um að farsæl lausn sé komin á málið.

Sættir hafa náðst í deilum starfsmanna IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, og stjórnar fyrirtækisins, en sem kunnugt er lögðu starfsmenn niður vinnu í þrjá tíma seinasta sunnudag til að mótmæla kjörum og vinnuaðstöðu.

Trúnaðarmenn og fulltrúar starfsmanna funduðu með Gunnari Olsen, framkvæmdastjóra IGS, og Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, í fyrrakvöld. Ég hef ekki borið tillögurnar undir alla starfsmenn ennþá en mér sýnist vera komin farsæl lausn á málið, segir Einar Atlason, talsmaður starfsmanna IGS.

Málið er komið í farsælan farveg og ég held að almennt séu allir sáttir við niðustöðuna. Það verður unnið í að leysa þessu mál á næstu vikum og mánuðum. Það var mest verið að ræða aðstöðu- og álagsmál og við fundum lausnir á þeim málum sem allir virtust vera sáttir við, segir Jón Karl Ólafsson.

Gunnar Olsen segir að ekki séu uppi áform um að starfsmenn eða stéttarfélög þeirra verði lögsótt vegna mótmælanna á sunnudaginn var. Það liggur fyrir að aðgerðirnar voru óheppilegar en við erum komin vel á leið með að grafa stríðsöxina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×