Innlent

Leitar tilboða í Straumsbréf

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) ákvað að leita eftir tilboðum í fimm prósenta hlut sinn í Straumi-Burðarási. Miðað við gengi Straums í gær er virði hlutarins tæpir tíu milljarðar króna.

Að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar, forstjóra LV, hefur verið sent út bréf til þeirra aðila sem talið er að kunni að hafa áhuga á bréfunum. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út að hádegi á mánudaginn. Stjórnendur sjóðsins áskilja sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

"Við höfum átt þennan hlut til margra ára og teljum tímabært að leysa hann inn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×