Innlent

Tæplega 1.500 erindi flutt

Ráðstefna um aðgerðar­rannsóknir í Háskóla Íslands verður haldin á sunnudag. Þetta er fjölmennasta alþjóðlega ráðstefna sem hefur verið haldin hér á landi.

Gert er ráð fyrir 1.550 ráðstefnugestum og 250 mökum þeirra en ráðstefnan er nú haldin í tuttugusta og fyrsta skipti og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri.

Alls verða flutt um 1.450 erindi og er aðalefni ráðstefnunnar nýting aðgerðarrannsókna til þess að bæta stjórnun sjálfbærrar þróunar. Ráðstefnan stendur fram til miðvikudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×