Innlent

Þakka fyrir góð viðbrögð

Framsóknarþingmenn kjördæmisins 
Dagný Jónsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Birkir Jón Jónsson og Jón Kristjánsson voru á ferð um kjördæmið og komu við á Eskifirði.
Framsóknarþingmenn kjördæmisins Dagný Jónsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Birkir Jón Jónsson og Jón Kristjánsson voru á ferð um kjördæmið og komu við á Eskifirði. MYND/Helgi Garðarsson

Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, þau Dagný Jónsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Birkir Jón Jónsson og Jón Kristjánsson, voru á ferð um kjördæmið og komu í fyrradag við á Eskifirði þar sem þau ræddu við lögreglumenn sem staðið höfðu í ströngu vegna mengunarslyssins á Eskifirði í fyrradag.

"Mér finnst það standa upp úr hversu yfirvegað var staðið að öllu hér," sagði Dagný. "Allir unnu vel saman og yfirvöld eru mjög ánægð með samskiptin við samhæfingarstöðina í Reykjavík. Við vildum koma hingað og þakka fyrir," sagði Dagný.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×