Innlent

Gat ekki talað í sólarhring

"Ég gat eiginlega ekki talað fyrr en klukkan fimm í gær," segir Jóhanna Lindbergsdóttir, sem varð fyrir klórgaseitrun í sundlauginni á Eskifirði á þriðjudag. Jóhanna varð fyrir mestri eitrun þeirra sem ekki voru fluttir á brott frá sjúkrahúsinu í Neskaupstað.

Jóhanna og Gísli Guðjónsson, eiginmaður hennar, voru í sundlauginni þegar óhappið varð og voru seinust allra upp úr lauginni.

Að sögn Jóhönnu var vel hlúð að öllum á heilsugæslunni á Eskifirði og síðan á sjúkrahúsinu á Norðfirði.

Jóhanna segist hafa fengið spennufall þegar nokkuð var liðið frá slysinu. Hún var útskrifuð af sjúkrahúsinu í Neskaupstað í gær og ætlar að fara í sund aftur og það sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×