Innlent

Halldór kallaði Jón fram

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Segist ekki láta draga sig út í eitt né neitt heldur hafi hann tekið ákvörðunina sjálfur. Siv Friðleifsdóttir segir Halldór hafa kallað Jón fram á sjónarsviðið.
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Segist ekki láta draga sig út í eitt né neitt heldur hafi hann tekið ákvörðunina sjálfur. Siv Friðleifsdóttir segir Halldór hafa kallað Jón fram á sjónarsviðið.

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknarflokksins, en kosningar fara fram á flokksþingi í ágúst.

"Ég er tilbúinn að taka við þeim skyldum sem mér eru lagðar á herðar," segir Jón. Hann segir marga flokksmenn hafa komið að máli við hann og hvatt hann til að gefa kost á sér.

"Jón er hinn vænsti maður sem Halldór hefur kallað fram á sjónarsviðið," segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hún vildi ekki segja hvort hún ætlaði sjálf að gefa kost á sér til formanns. "Ég hef starfað lengi í Framsóknarflokknum og tel mig hafa nægan tíma til að íhuga þessi mál. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun."

Aðspurður um hvort Halldór Ásgrímsson hafi hvatt hann sérstaklega til að gefa kost á sér, segir Jón að hann láti ekki draga sig út í eitt eða neitt. "Ég tek þessa ákvörðun sjálfur og síðan taka fulltrúar sína ákvörðun á flokksþingi. Ég treysti þeim fullkomlega fyrir að velja rétt."

Ekki náðist í Guðna Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×