Innlent

Vonast eftir íslenskri leyniþjónustu

MYND/VILHELM

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vonast til að hægt verði að ræða á næsta þingi frumvarp um stofnun þjóðaröryggisdeildar - eins konar leyniþjónustu.

Þetta er í samræmi við ráðgjöf evrópskra sérfræðinga sem telja að þetta ætti að vera 25-30 manna deild með víðtækar heimildir til hlerana, eftirlits og upplýsingaöflunar í forvarnarskyni gegn hryðjuverkum.



Dómsmálaráðherra kynnti ídag ráðgjöf Evrópskra sérfræðinga um aðgerðir til varnar hryðjuverkum og ógn vegna skipulagðrar glæpastarefsemi. Meginþemað er að hér þurfi með lagabreytingum að stofna Þjóðaröryggisdeild hjá Ríkislögreglustjóra - leynisþjónustu með 25-30 mönnum sem hafi heimildir í dag til hlerana, elta menn og afla gagna með leynd - nokkuð sem óheimilt er í dag.

Í tillögunum er lagt til að þessi Þjóðaröryggisdeild heyri undir dómsmálaráðherra í gegnum embætti ríkislögreglustjóra. Dómsmálaráðherra benti á að ekki yrði stigið þetta skref nema tryggt yrði eftirlit með þessari starfsemi í gegnum þingið eða jafnvel sérstakan leyndardómstól - sem sérfræðigarnir leggja til að sé skoðað. Evrópusérfræðingarnir meta hryðjuverkahættuna hér - telja hana litla EN benda á að íslendingar séu sérstaklega varnarlausir gagnvart hryðjuverkavá. Því þurfi þessa leyniþjónsutu

Og dómsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að vinna úr þessum tillögum og telur jafnvel gerlegt að leggja fram frumvarp um þetta efni næsta vetur.

Fram kom á fundinum í morgun að Björn teldi litla hernaðarógn steðji að landinu - því hafi í raun meiri þýðingu að einbeita sér að öðrum þáttum öryggismála en hernaðarlegum - svo sem af skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×