Erlent

Leiðsla verður lögð

f.v. Hu Jintao, forseti Kína, og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti.
f.v. Hu Jintao, forseti Kína, og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti. MYND/AP

Rússar hafa heitið Kínverjum því að leggja rúmlega 4.000 km langa leiðslu svo hægt verði að flytja jarðgas til svæða á Kyrrahafs-ströndinni. Þetta kom fram eftir fund Hu Jintao, forset Kína, og Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, í Peking snemma í morgun.

Beðið hefur verið eftir lagningu leiðslunnar með nokkurri eftirvæntingu en hún er sögð munu hafa jákvæð áhrif á hraðvaxandi hagkerfi Kínverja. Orkumálaráðherra Rússlands segir þó að eftir sé að gera hagkvæmniskönnun á lagningu leiðslunnar og því sé ekki hægt að tiltaka hvenær lagning leiðslunnar hefjist. Sérfræðingar telja að framkvæmdir taki fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×