Segja kjötverð ekki hafa ýtt undir verðbólgu 14. júní 2006 08:00 Bændasamtök Íslands blása á þær fullyrðingar forsvarsmanna matvælakeðjanna að kjötskortur og þar af leiðandi hærra kjötverð hafi ýtt undir hækkanir á neysluverðsvísitölu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir verð á mjólkurvörum hafi hækkað mun meira þrátt fyrir að framleiðendur hafi ekki hækkað verð til smásala síðustu mánuði. Verðbólga hér á landi mælist nú átta prósent eftir að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,16 prósent milli maí og júní. Fram kom í upplýsingum Hagstofunnar að hækkun matar og drykkjar í síðasta mánuði hefði haft mest áhrif til hækkunar á vísitölunni, eða um tæpt hálft prósent. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Finni Árnasyni, forstjóra Haga, að tvennt hafi áhrif til hækkunar á mat, annars vegar gengisbreytingar og hins vegar skortur á kjöti sem ekki hafi leitt til verðahækkana á kjöttegundum frá áramótum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir kjöt hafa hækkað um tvö prósent um mánaðamótin en matvara almennt um 3,7 prósent og því sé kjötið ekki mikill áhrifavaldur í vísitöluhækkuninni. Hann gerir einnig athugasemdir við framsetningu forsvarsmanna matvöruverslannanna. Það sem honum finnist undarlegt við framsetninguna sé að það sem hækki mest um mánaðamótin séu nýmjólk, undanrenna og jógúrt. Jógúrt hækki til að mynda um rúm 10 prósent og nýmjólk um 16 prósent og þessar vörur hafi ekki hækkað undanfarna mánuði þegar framleiðendur selja smásölum. Aðspurður segist Sigurgeir ekki hafa neina sérstaka skýringu á því að verð á mjólkurvörum hafi hækkað. Hann bendir þó á að það hafi verið verðstríð á tímabili á síðasta ári milli matvöruverslana og þá hafi ýmsar mjólkurvörur lækkað mikið. Kannski hafi forsvarsmönnum matvöruverslananna aldrei fundist þeir hafa náð að leiðrétta það aftur og séu að nota umræðu dagsins í dag til að lauma verðhækkunum út. Þeir segi ekki frá þeim. Þá hafnar Sigurgeir því að kjötskortur sé á landinu en segir jafnvægi á kjötmarkaði. Hann segir að það sé hins vegar allt annað ástand en verið hafi fyrir tveimur til þremur árum þegar það hafi verið bullandi offramboð á kjöti. Það hafi leitt til gjaldþrota fyrirtækja og milljarðatapi fyrir samfélagið. Það sé sem betur fer ekki þannig ástand í dag en það sé ekki rétt að tala um kjötskort. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Bændasamtök Íslands blása á þær fullyrðingar forsvarsmanna matvælakeðjanna að kjötskortur og þar af leiðandi hærra kjötverð hafi ýtt undir hækkanir á neysluverðsvísitölu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir verð á mjólkurvörum hafi hækkað mun meira þrátt fyrir að framleiðendur hafi ekki hækkað verð til smásala síðustu mánuði. Verðbólga hér á landi mælist nú átta prósent eftir að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,16 prósent milli maí og júní. Fram kom í upplýsingum Hagstofunnar að hækkun matar og drykkjar í síðasta mánuði hefði haft mest áhrif til hækkunar á vísitölunni, eða um tæpt hálft prósent. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Finni Árnasyni, forstjóra Haga, að tvennt hafi áhrif til hækkunar á mat, annars vegar gengisbreytingar og hins vegar skortur á kjöti sem ekki hafi leitt til verðahækkana á kjöttegundum frá áramótum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir kjöt hafa hækkað um tvö prósent um mánaðamótin en matvara almennt um 3,7 prósent og því sé kjötið ekki mikill áhrifavaldur í vísitöluhækkuninni. Hann gerir einnig athugasemdir við framsetningu forsvarsmanna matvöruverslannanna. Það sem honum finnist undarlegt við framsetninguna sé að það sem hækki mest um mánaðamótin séu nýmjólk, undanrenna og jógúrt. Jógúrt hækki til að mynda um rúm 10 prósent og nýmjólk um 16 prósent og þessar vörur hafi ekki hækkað undanfarna mánuði þegar framleiðendur selja smásölum. Aðspurður segist Sigurgeir ekki hafa neina sérstaka skýringu á því að verð á mjólkurvörum hafi hækkað. Hann bendir þó á að það hafi verið verðstríð á tímabili á síðasta ári milli matvöruverslana og þá hafi ýmsar mjólkurvörur lækkað mikið. Kannski hafi forsvarsmönnum matvöruverslananna aldrei fundist þeir hafa náð að leiðrétta það aftur og séu að nota umræðu dagsins í dag til að lauma verðhækkunum út. Þeir segi ekki frá þeim. Þá hafnar Sigurgeir því að kjötskortur sé á landinu en segir jafnvægi á kjötmarkaði. Hann segir að það sé hins vegar allt annað ástand en verið hafi fyrir tveimur til þremur árum þegar það hafi verið bullandi offramboð á kjöti. Það hafi leitt til gjaldþrota fyrirtækja og milljarðatapi fyrir samfélagið. Það sé sem betur fer ekki þannig ástand í dag en það sé ekki rétt að tala um kjötskort.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira