Segja kjötverð ekki hafa ýtt undir verðbólgu 14. júní 2006 08:00 Bændasamtök Íslands blása á þær fullyrðingar forsvarsmanna matvælakeðjanna að kjötskortur og þar af leiðandi hærra kjötverð hafi ýtt undir hækkanir á neysluverðsvísitölu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir verð á mjólkurvörum hafi hækkað mun meira þrátt fyrir að framleiðendur hafi ekki hækkað verð til smásala síðustu mánuði. Verðbólga hér á landi mælist nú átta prósent eftir að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,16 prósent milli maí og júní. Fram kom í upplýsingum Hagstofunnar að hækkun matar og drykkjar í síðasta mánuði hefði haft mest áhrif til hækkunar á vísitölunni, eða um tæpt hálft prósent. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Finni Árnasyni, forstjóra Haga, að tvennt hafi áhrif til hækkunar á mat, annars vegar gengisbreytingar og hins vegar skortur á kjöti sem ekki hafi leitt til verðahækkana á kjöttegundum frá áramótum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir kjöt hafa hækkað um tvö prósent um mánaðamótin en matvara almennt um 3,7 prósent og því sé kjötið ekki mikill áhrifavaldur í vísitöluhækkuninni. Hann gerir einnig athugasemdir við framsetningu forsvarsmanna matvöruverslannanna. Það sem honum finnist undarlegt við framsetninguna sé að það sem hækki mest um mánaðamótin séu nýmjólk, undanrenna og jógúrt. Jógúrt hækki til að mynda um rúm 10 prósent og nýmjólk um 16 prósent og þessar vörur hafi ekki hækkað undanfarna mánuði þegar framleiðendur selja smásölum. Aðspurður segist Sigurgeir ekki hafa neina sérstaka skýringu á því að verð á mjólkurvörum hafi hækkað. Hann bendir þó á að það hafi verið verðstríð á tímabili á síðasta ári milli matvöruverslana og þá hafi ýmsar mjólkurvörur lækkað mikið. Kannski hafi forsvarsmönnum matvöruverslananna aldrei fundist þeir hafa náð að leiðrétta það aftur og séu að nota umræðu dagsins í dag til að lauma verðhækkunum út. Þeir segi ekki frá þeim. Þá hafnar Sigurgeir því að kjötskortur sé á landinu en segir jafnvægi á kjötmarkaði. Hann segir að það sé hins vegar allt annað ástand en verið hafi fyrir tveimur til þremur árum þegar það hafi verið bullandi offramboð á kjöti. Það hafi leitt til gjaldþrota fyrirtækja og milljarðatapi fyrir samfélagið. Það sé sem betur fer ekki þannig ástand í dag en það sé ekki rétt að tala um kjötskort. Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Bændasamtök Íslands blása á þær fullyrðingar forsvarsmanna matvælakeðjanna að kjötskortur og þar af leiðandi hærra kjötverð hafi ýtt undir hækkanir á neysluverðsvísitölu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir verð á mjólkurvörum hafi hækkað mun meira þrátt fyrir að framleiðendur hafi ekki hækkað verð til smásala síðustu mánuði. Verðbólga hér á landi mælist nú átta prósent eftir að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,16 prósent milli maí og júní. Fram kom í upplýsingum Hagstofunnar að hækkun matar og drykkjar í síðasta mánuði hefði haft mest áhrif til hækkunar á vísitölunni, eða um tæpt hálft prósent. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Finni Árnasyni, forstjóra Haga, að tvennt hafi áhrif til hækkunar á mat, annars vegar gengisbreytingar og hins vegar skortur á kjöti sem ekki hafi leitt til verðahækkana á kjöttegundum frá áramótum. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir kjöt hafa hækkað um tvö prósent um mánaðamótin en matvara almennt um 3,7 prósent og því sé kjötið ekki mikill áhrifavaldur í vísitöluhækkuninni. Hann gerir einnig athugasemdir við framsetningu forsvarsmanna matvöruverslannanna. Það sem honum finnist undarlegt við framsetninguna sé að það sem hækki mest um mánaðamótin séu nýmjólk, undanrenna og jógúrt. Jógúrt hækki til að mynda um rúm 10 prósent og nýmjólk um 16 prósent og þessar vörur hafi ekki hækkað undanfarna mánuði þegar framleiðendur selja smásölum. Aðspurður segist Sigurgeir ekki hafa neina sérstaka skýringu á því að verð á mjólkurvörum hafi hækkað. Hann bendir þó á að það hafi verið verðstríð á tímabili á síðasta ári milli matvöruverslana og þá hafi ýmsar mjólkurvörur lækkað mikið. Kannski hafi forsvarsmönnum matvöruverslananna aldrei fundist þeir hafa náð að leiðrétta það aftur og séu að nota umræðu dagsins í dag til að lauma verðhækkunum út. Þeir segi ekki frá þeim. Þá hafnar Sigurgeir því að kjötskortur sé á landinu en segir jafnvægi á kjötmarkaði. Hann segir að það sé hins vegar allt annað ástand en verið hafi fyrir tveimur til þremur árum þegar það hafi verið bullandi offramboð á kjöti. Það hafi leitt til gjaldþrota fyrirtækja og milljarðatapi fyrir samfélagið. Það sé sem betur fer ekki þannig ástand í dag en það sé ekki rétt að tala um kjötskort.
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira