Erlent

Rice og Straw til Íraks

f.v. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
f.v. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP

Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það stefnu bandarískra stjórnvalda að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana. Hún segir stöðu mála í Íran aðra en þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak.

Rice, og Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, voru gestir í spjallþætti Jonathans Dimbleby sem sýndur var í bresku sjónvarpi í morgun. Þar var rætt um þá staðreynd að háttsettir Írakar og sumir fulltrúar Bandaríkjastjórnar segðu að það geisaði borgarstyrjöld í landinu.

Rice sagði vissulega hættu á slíkum átökum en ástandið í dag væri samt betra en það sem áður var undir stjórn Saddams Hússeins.

Rice lagði einnig áherslu á að deilan við Írana væri ekki á sambærileg við aðdraganda Íraksstríðsins.

Tveggja daga heimsókn Rice til Bretlands lauk í gær og í morgun komu hún og Straw í óvænta heimsókn til Bagdad, höfuðborgar Íraks. Í morgun áttu þau fund með Jalal Talabani, forseta, og Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra. Illa hefur gengið að mynda ríkisstjórn í landinu og hefur þess verði krafist að Jaafari víki sem forsætisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×