Segir Gunnar skorta reynslu 1. mars 2005 00:01 Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið. Gunnar Örlygsson hefur nú sagt varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni stríð á hendur og ætlar að bjóða sig fram gegn honum á landsþingi flokksins um næstu helgi. Formaður flokksins á allt eins von á hörðum slag en segir að fleiri geti jafnvel blandað sér í baráttuna. Gunnar sé efnilegur, ungur maður sem eigi marga góða kosti en hann sé hins vegar ungur og hefði mátt hugsa sig betur um. Aðspurður hvort Gunnar hafi ekki stuðning hans við framboðið segir Guðjón að hann standi með varaformanni sínum sem hann hafi starfað með og hann sjái enga ástæðu til annars. Gunnar Örlygsson afplánaði dóm fyrir bókhaldsbrot og kvótasvindl skömmu eftir að hann settist á þing. Hann þurfti að afplána þriggja mánaða dóm fyrir þessi brot í fangelsi en hefði getað greitt skuld sína við samfélagið með samfélagsþjónustu ef ekki hefði komið til gamalt umferðarlagabrot. Umferðarlagabrotið kom flokksforystunni í opna skjöldu og eins þegar fréttist að fiskistofustjóri hefði kært Gunnar Örlygsson árið 1999 til lögreglunnar í Keflavík fyrir nafnlausar hótanir. Gunnar hafði sett miða með hótunum undir þurrkuna á bifreið fiskistofustjóra sem stóð fyrir utan heimili hans. Lögreglan hafði þá fleiri minni háttar mál til rannsóknar á hendur Gunnari. Málin voru gömul því rannsókn hafði tafist í einhvern tíma þar sem hann hafði verið búsettur erlendis. Ríkissaksóknari féll frá saksókn í málinu, játning lá fyrir en brotið þótti ekki stórt. Frá ríkissaksóknara fást þær upplýsingar að öllum málum á hendur Gunnari Örlygssyni hafi lokið sumarið 2003. Spurður hvort mál Gunnars hafi skaðað flokkinn á sínum tíma segir Guðjón Arnar að neikvæð umræða um stjórnmálaflokka skaði þá alltaf eitthvað. Guðjón Arnar segist hafa spurt Gunnar um stöðu mála hans eftir að hann ákvað að fara fram í varaformanninnn. Hann hafi svarað því til að öll mál væru leyst. Hann fagni því að svo sé. Guðjón Arnar segir flokkinn ekki reka neina leyniþjónustu og því hafi orð manna verið tekin trúanleg þegar raðað hafi verið á lista fyrir síðustu alþingiskosningar. Sú spurning vaknar hvort raðað hefði verið öðruvísi á listana ef allt hefði legið fyrir strax í upphafi. Guðjón Arnar svarar því þannig til að ákvörðun um röð á framboðslista hafi verið tekin af allri sambandsstjórninni. Hans afstaða sé sú að skoða hefði mátt málin nánar en hann sé þó þar með ekki að segja að umferðarlagabrot hefðu ráðið þeirri ferð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið. Gunnar Örlygsson hefur nú sagt varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni stríð á hendur og ætlar að bjóða sig fram gegn honum á landsþingi flokksins um næstu helgi. Formaður flokksins á allt eins von á hörðum slag en segir að fleiri geti jafnvel blandað sér í baráttuna. Gunnar sé efnilegur, ungur maður sem eigi marga góða kosti en hann sé hins vegar ungur og hefði mátt hugsa sig betur um. Aðspurður hvort Gunnar hafi ekki stuðning hans við framboðið segir Guðjón að hann standi með varaformanni sínum sem hann hafi starfað með og hann sjái enga ástæðu til annars. Gunnar Örlygsson afplánaði dóm fyrir bókhaldsbrot og kvótasvindl skömmu eftir að hann settist á þing. Hann þurfti að afplána þriggja mánaða dóm fyrir þessi brot í fangelsi en hefði getað greitt skuld sína við samfélagið með samfélagsþjónustu ef ekki hefði komið til gamalt umferðarlagabrot. Umferðarlagabrotið kom flokksforystunni í opna skjöldu og eins þegar fréttist að fiskistofustjóri hefði kært Gunnar Örlygsson árið 1999 til lögreglunnar í Keflavík fyrir nafnlausar hótanir. Gunnar hafði sett miða með hótunum undir þurrkuna á bifreið fiskistofustjóra sem stóð fyrir utan heimili hans. Lögreglan hafði þá fleiri minni háttar mál til rannsóknar á hendur Gunnari. Málin voru gömul því rannsókn hafði tafist í einhvern tíma þar sem hann hafði verið búsettur erlendis. Ríkissaksóknari féll frá saksókn í málinu, játning lá fyrir en brotið þótti ekki stórt. Frá ríkissaksóknara fást þær upplýsingar að öllum málum á hendur Gunnari Örlygssyni hafi lokið sumarið 2003. Spurður hvort mál Gunnars hafi skaðað flokkinn á sínum tíma segir Guðjón Arnar að neikvæð umræða um stjórnmálaflokka skaði þá alltaf eitthvað. Guðjón Arnar segist hafa spurt Gunnar um stöðu mála hans eftir að hann ákvað að fara fram í varaformanninnn. Hann hafi svarað því til að öll mál væru leyst. Hann fagni því að svo sé. Guðjón Arnar segir flokkinn ekki reka neina leyniþjónustu og því hafi orð manna verið tekin trúanleg þegar raðað hafi verið á lista fyrir síðustu alþingiskosningar. Sú spurning vaknar hvort raðað hefði verið öðruvísi á listana ef allt hefði legið fyrir strax í upphafi. Guðjón Arnar svarar því þannig til að ákvörðun um röð á framboðslista hafi verið tekin af allri sambandsstjórninni. Hans afstaða sé sú að skoða hefði mátt málin nánar en hann sé þó þar með ekki að segja að umferðarlagabrot hefðu ráðið þeirri ferð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira