Segir Gunnar skorta reynslu 1. mars 2005 00:01 Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið. Gunnar Örlygsson hefur nú sagt varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni stríð á hendur og ætlar að bjóða sig fram gegn honum á landsþingi flokksins um næstu helgi. Formaður flokksins á allt eins von á hörðum slag en segir að fleiri geti jafnvel blandað sér í baráttuna. Gunnar sé efnilegur, ungur maður sem eigi marga góða kosti en hann sé hins vegar ungur og hefði mátt hugsa sig betur um. Aðspurður hvort Gunnar hafi ekki stuðning hans við framboðið segir Guðjón að hann standi með varaformanni sínum sem hann hafi starfað með og hann sjái enga ástæðu til annars. Gunnar Örlygsson afplánaði dóm fyrir bókhaldsbrot og kvótasvindl skömmu eftir að hann settist á þing. Hann þurfti að afplána þriggja mánaða dóm fyrir þessi brot í fangelsi en hefði getað greitt skuld sína við samfélagið með samfélagsþjónustu ef ekki hefði komið til gamalt umferðarlagabrot. Umferðarlagabrotið kom flokksforystunni í opna skjöldu og eins þegar fréttist að fiskistofustjóri hefði kært Gunnar Örlygsson árið 1999 til lögreglunnar í Keflavík fyrir nafnlausar hótanir. Gunnar hafði sett miða með hótunum undir þurrkuna á bifreið fiskistofustjóra sem stóð fyrir utan heimili hans. Lögreglan hafði þá fleiri minni háttar mál til rannsóknar á hendur Gunnari. Málin voru gömul því rannsókn hafði tafist í einhvern tíma þar sem hann hafði verið búsettur erlendis. Ríkissaksóknari féll frá saksókn í málinu, játning lá fyrir en brotið þótti ekki stórt. Frá ríkissaksóknara fást þær upplýsingar að öllum málum á hendur Gunnari Örlygssyni hafi lokið sumarið 2003. Spurður hvort mál Gunnars hafi skaðað flokkinn á sínum tíma segir Guðjón Arnar að neikvæð umræða um stjórnmálaflokka skaði þá alltaf eitthvað. Guðjón Arnar segist hafa spurt Gunnar um stöðu mála hans eftir að hann ákvað að fara fram í varaformanninnn. Hann hafi svarað því til að öll mál væru leyst. Hann fagni því að svo sé. Guðjón Arnar segir flokkinn ekki reka neina leyniþjónustu og því hafi orð manna verið tekin trúanleg þegar raðað hafi verið á lista fyrir síðustu alþingiskosningar. Sú spurning vaknar hvort raðað hefði verið öðruvísi á listana ef allt hefði legið fyrir strax í upphafi. Guðjón Arnar svarar því þannig til að ákvörðun um röð á framboðslista hafi verið tekin af allri sambandsstjórninni. Hans afstaða sé sú að skoða hefði mátt málin nánar en hann sé þó þar með ekki að segja að umferðarlagabrot hefðu ráðið þeirri ferð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið. Gunnar Örlygsson hefur nú sagt varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni stríð á hendur og ætlar að bjóða sig fram gegn honum á landsþingi flokksins um næstu helgi. Formaður flokksins á allt eins von á hörðum slag en segir að fleiri geti jafnvel blandað sér í baráttuna. Gunnar sé efnilegur, ungur maður sem eigi marga góða kosti en hann sé hins vegar ungur og hefði mátt hugsa sig betur um. Aðspurður hvort Gunnar hafi ekki stuðning hans við framboðið segir Guðjón að hann standi með varaformanni sínum sem hann hafi starfað með og hann sjái enga ástæðu til annars. Gunnar Örlygsson afplánaði dóm fyrir bókhaldsbrot og kvótasvindl skömmu eftir að hann settist á þing. Hann þurfti að afplána þriggja mánaða dóm fyrir þessi brot í fangelsi en hefði getað greitt skuld sína við samfélagið með samfélagsþjónustu ef ekki hefði komið til gamalt umferðarlagabrot. Umferðarlagabrotið kom flokksforystunni í opna skjöldu og eins þegar fréttist að fiskistofustjóri hefði kært Gunnar Örlygsson árið 1999 til lögreglunnar í Keflavík fyrir nafnlausar hótanir. Gunnar hafði sett miða með hótunum undir þurrkuna á bifreið fiskistofustjóra sem stóð fyrir utan heimili hans. Lögreglan hafði þá fleiri minni háttar mál til rannsóknar á hendur Gunnari. Málin voru gömul því rannsókn hafði tafist í einhvern tíma þar sem hann hafði verið búsettur erlendis. Ríkissaksóknari féll frá saksókn í málinu, játning lá fyrir en brotið þótti ekki stórt. Frá ríkissaksóknara fást þær upplýsingar að öllum málum á hendur Gunnari Örlygssyni hafi lokið sumarið 2003. Spurður hvort mál Gunnars hafi skaðað flokkinn á sínum tíma segir Guðjón Arnar að neikvæð umræða um stjórnmálaflokka skaði þá alltaf eitthvað. Guðjón Arnar segist hafa spurt Gunnar um stöðu mála hans eftir að hann ákvað að fara fram í varaformanninnn. Hann hafi svarað því til að öll mál væru leyst. Hann fagni því að svo sé. Guðjón Arnar segir flokkinn ekki reka neina leyniþjónustu og því hafi orð manna verið tekin trúanleg þegar raðað hafi verið á lista fyrir síðustu alþingiskosningar. Sú spurning vaknar hvort raðað hefði verið öðruvísi á listana ef allt hefði legið fyrir strax í upphafi. Guðjón Arnar svarar því þannig til að ákvörðun um röð á framboðslista hafi verið tekin af allri sambandsstjórninni. Hans afstaða sé sú að skoða hefði mátt málin nánar en hann sé þó þar með ekki að segja að umferðarlagabrot hefðu ráðið þeirri ferð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira