Gæslukonur funda í næstu viku 14. júlí 2005 00:01 "Við erum baráttukonur og ætlum að standa á okkar máli," segir Guðrún Guðjónsdóttir, forstöðukona á gæsluvellinum í Malarási í Reykjavík, en henni ásamt rúmlega tuttugu öðrum konum hefur verið sagt upp störfum þegar gæsluvöllum borgarinnar verður lokað 1. september næstkomandi. Fulltrúar gæslukvenna funduðu í gær með borgaryfirvöldum. Menntaráð Reykjavíkuborgar hefur ákveðið að loka gæsluvöllum borgarinnar og segja upp öllum starfsmönnum á gæsluvöllum. Í fundargerð menntaráðs frá 31. mars síðastliðnum kemur fram að gengið verði frá starfslokasamningum við núverandi starfsmenn gæsluvalla en einnig verði skoðaðir möguleikar á öðrum störfum fyrir þá sem þar starfa nú. Þetta segir Guðrún að hafi ekki verið gert. "Það er stór munur á því að segja fólki upp eða gera við það starfslokasamning. Auk þess hefur engri okkar verið boðin nein störf nema kannski að einni undanskilinni og við þetta ætlum við ekki að una," segir Guðrún. Birgir Björn Sigurjónsson, skrifstofustjóri á starfsmannaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir að ákveðið hafi verið að halda fund í gær að frumkvæði borgaryfirvalda til að finna jákvæða lausn á málinu sem upp er komið. "Við fórum yfir stöðu málsins og þetta var afar góður og málefnalegur fundur. Niðurstaða fundarins varð sú að við ætlum að boða fund með þeim starfsmönnum sem eiga í hlut næstkomandi miðvikudag og fara yfir réttarstöðu hvers og eins," segir Birgir. Hann segir að mikilvægt sé að tryggja þeim sem eiga í hlut atvinnu og Reykjavíkurborg ætli að beita sér fyrir því að þeir sem það kjósi fái störf við sitt hæfi. "Við göngum frá starfslokasamningum við þá sem vilja en mörg störf sem bjóðast fyrir þetta fólk og við myndum gjarnan vilja sjá það í okkar þjónustu," segir Birgir Björn. Fréttir Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
"Við erum baráttukonur og ætlum að standa á okkar máli," segir Guðrún Guðjónsdóttir, forstöðukona á gæsluvellinum í Malarási í Reykjavík, en henni ásamt rúmlega tuttugu öðrum konum hefur verið sagt upp störfum þegar gæsluvöllum borgarinnar verður lokað 1. september næstkomandi. Fulltrúar gæslukvenna funduðu í gær með borgaryfirvöldum. Menntaráð Reykjavíkuborgar hefur ákveðið að loka gæsluvöllum borgarinnar og segja upp öllum starfsmönnum á gæsluvöllum. Í fundargerð menntaráðs frá 31. mars síðastliðnum kemur fram að gengið verði frá starfslokasamningum við núverandi starfsmenn gæsluvalla en einnig verði skoðaðir möguleikar á öðrum störfum fyrir þá sem þar starfa nú. Þetta segir Guðrún að hafi ekki verið gert. "Það er stór munur á því að segja fólki upp eða gera við það starfslokasamning. Auk þess hefur engri okkar verið boðin nein störf nema kannski að einni undanskilinni og við þetta ætlum við ekki að una," segir Guðrún. Birgir Björn Sigurjónsson, skrifstofustjóri á starfsmannaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir að ákveðið hafi verið að halda fund í gær að frumkvæði borgaryfirvalda til að finna jákvæða lausn á málinu sem upp er komið. "Við fórum yfir stöðu málsins og þetta var afar góður og málefnalegur fundur. Niðurstaða fundarins varð sú að við ætlum að boða fund með þeim starfsmönnum sem eiga í hlut næstkomandi miðvikudag og fara yfir réttarstöðu hvers og eins," segir Birgir. Hann segir að mikilvægt sé að tryggja þeim sem eiga í hlut atvinnu og Reykjavíkurborg ætli að beita sér fyrir því að þeir sem það kjósi fái störf við sitt hæfi. "Við göngum frá starfslokasamningum við þá sem vilja en mörg störf sem bjóðast fyrir þetta fólk og við myndum gjarnan vilja sjá það í okkar þjónustu," segir Birgir Björn.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira