Brýtur blað í DNA rannsóknum 14. júlí 2005 00:01 Ef að líkum lætur mun uppgötvun Richards Kristinssonar réttarerfðafræðings auðvelda rannsókn alvarlegra glæpamála til muna. Hún gerir mönnum kleift að skera úr um á nokkrum mínútum hvort og hversu mörg DNA-sýni þarf að rannsaka og þannig sparast bæði tími og peningar sem sjaldnast er nóg af þegar um alvarleg afbrot á borð við nauðganir og morð ræðir. Erfðaefni mannsins eru af tvennum toga. Annars vegar svokallað hefðbundið erfðaefni sem erfist bæði frá móður og föður og hins vegar svonefnt hvatberaerfðaefni sem erfist aðeins frá móður. Hvatberaerfðaefni endast mun lengur í líkum en hefðbundin erfðaefni sem geta brotnað niður á tveimur til þremur mánuðum ef lík er til dæmis grafið í jörðu. Hvatberaerfðaefni eiga hins vegar á hættu að smitast af öðrum slíkum efnum og hefur slíkt torveldað rannsóknir. Uppgötvun Richards snýst um að aðskilja smit frá upprunalega hvatberaerfðaefninu. "Ég hef þróað aðferð til að skilja sýkingu frá upprunalega erfðaefninu. Þannig get ég séð á skömmum tíma hvort utanaðkomandi hvatberaerfðaefni hafa blandast hinu upprunalega og þau er þá hægt að setja í frekari rannsóknir," segir Richard. Hann er nú í doktorsnámi við University of Denver í Colorado í Bandaríkjunum en þar hóf hann nám í lífefnafræði og sameindalíffræði fyrir átta árum. Fyrir tilstuðlan og styrk bandaríska dómsmálaráðuneytisins hefur Richard þróað aðferðir sínar og nú hyllir undir að þær hljóti löggildingu í Bandaríkjunum. Mikill áhugi er þar í landi á aðferðinni því með henni má spara tugi og hundruð þúsunda króna við DNA rannsóknir. Hægt er að úrskurða um nauðsyn þess að senda sýni í frekari rannsóknir á sjö mínútum og fyrir jafnvirði 6.500 króna í stað þess að verja frá jafnvirði 65 þúsund og upp í tæp tvö hundruð þúsund króna sem DNA rannsókn kostar. Richard hefur í hyggju að flytjast til Íslands eftir tvö ár og opna hér rannsóknarstofu. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Ef að líkum lætur mun uppgötvun Richards Kristinssonar réttarerfðafræðings auðvelda rannsókn alvarlegra glæpamála til muna. Hún gerir mönnum kleift að skera úr um á nokkrum mínútum hvort og hversu mörg DNA-sýni þarf að rannsaka og þannig sparast bæði tími og peningar sem sjaldnast er nóg af þegar um alvarleg afbrot á borð við nauðganir og morð ræðir. Erfðaefni mannsins eru af tvennum toga. Annars vegar svokallað hefðbundið erfðaefni sem erfist bæði frá móður og föður og hins vegar svonefnt hvatberaerfðaefni sem erfist aðeins frá móður. Hvatberaerfðaefni endast mun lengur í líkum en hefðbundin erfðaefni sem geta brotnað niður á tveimur til þremur mánuðum ef lík er til dæmis grafið í jörðu. Hvatberaerfðaefni eiga hins vegar á hættu að smitast af öðrum slíkum efnum og hefur slíkt torveldað rannsóknir. Uppgötvun Richards snýst um að aðskilja smit frá upprunalega hvatberaerfðaefninu. "Ég hef þróað aðferð til að skilja sýkingu frá upprunalega erfðaefninu. Þannig get ég séð á skömmum tíma hvort utanaðkomandi hvatberaerfðaefni hafa blandast hinu upprunalega og þau er þá hægt að setja í frekari rannsóknir," segir Richard. Hann er nú í doktorsnámi við University of Denver í Colorado í Bandaríkjunum en þar hóf hann nám í lífefnafræði og sameindalíffræði fyrir átta árum. Fyrir tilstuðlan og styrk bandaríska dómsmálaráðuneytisins hefur Richard þróað aðferðir sínar og nú hyllir undir að þær hljóti löggildingu í Bandaríkjunum. Mikill áhugi er þar í landi á aðferðinni því með henni má spara tugi og hundruð þúsunda króna við DNA rannsóknir. Hægt er að úrskurða um nauðsyn þess að senda sýni í frekari rannsóknir á sjö mínútum og fyrir jafnvirði 6.500 króna í stað þess að verja frá jafnvirði 65 þúsund og upp í tæp tvö hundruð þúsund króna sem DNA rannsókn kostar. Richard hefur í hyggju að flytjast til Íslands eftir tvö ár og opna hér rannsóknarstofu.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira