Sport

Terry - Þetta er ekki búið

Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea sagði eftir sigurinn á West Brom í gær, að þó að lið sitt væri komið með 11 stiga forskot í ensku úrvaldeildinni, ætti það enn nokkuð í land með að tryggja sér sigurinn í deildinni. "Þetta er ekki búið enn. Við náðum í gríðarlega mikilvæg stig í dag, en Manchester United heldur áfram að narta í okkur það sem eftir er að tímabilinu og því er ekkert í höfn enn", sagði fyrirliðinn.  "Ég ber mikla virðingu fyrir liði West Brom, þeir börðust eins og ljón og hafa sýnt það að þeir ætla sér að halda sér uppi í Úrvalsdeildinni", sagði hann um mótherja sína sem eru í harðri fallbaráttu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×