Innlent

Íbúð og stigagangur fylltust af reyk

MYND/Hari
 
 
 
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á þriðja tímanum vegna hugsanlegs elds í fjölbýlishúsi í vesturbænum. Þegar slökkvilið mætti á vettvang kom í ljós að pottur hafi gleymst á eldavél í einni íbúð hússins. Bæði íbúðin og stigagangur hússins fylltust af reyk en engum varð meint af. Verið er að reyksræsta húsið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×