Innlent

Átak gegn ofþyngd barna

Lýðheilsustöð er að ýta úr vör þróunarverkefni í samvinnu við sveitarfélögin í landinu til að bregðast við þeirri þróun að börn og ungmenni á Íslandi eru að þyngjast. Þetta er vaxandi vandamál í vestrænum löndum og samkvæmt niðurstöðum rannsókna er fimmtungur íslenskra barna yfir kjörþyngd. „Allt hefur áhrif, einkum við sjálf!“ eru einkunnarorð þróunarverkefnisins sem hefur það að markmiði að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu og góða næringu. Lýðheilsustöð kemur m.a. að verkefninu með ráðgjöf og fræðslu en það er í höndum sveitarfélaganna sjálfra að móta stefnu og aðgerðaáætlun fyrir börn í sinni heimabyggð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×