Aldrei í vafa að Flateyri yrði endurbyggð 26. október 2005 12:07 Hundruð manna tóku þátt í hjálparstarfi á Flateyri. MYND/GVA Tuttugu létust og stór hluti byggðarinnar þurrkaðist út þegar snjóflóðið féll. Þrátt fyrir það voru flestir heimamenn á því að Flateyri skyldi endurreist. Fyrir tíu árum vaknaði Magnea við að snjóflóð hafði fallið. Hún segir tilfinninguna hafa verið óraunverulega, en skelfilega. Klukkan var sjö mínútur yfir fjögur að nóttu þegar snjóflóðið féll úr Skollahvilft og flestir íbúar sofandi í rúmum sínum, eða annars staðar þar sem þeir höfðu komið sér fyrir vegna snjóflóðahættu. 45 voru í nítján húsum sem flóðið féll á, 25 björguðust en tuttugu létu lífið. Hjálparstöð var komið upp í fiskvinnslustöðinni Kambi, þangað voru þeir sem slösuðust í flóðinu fluttir og hlúð að fólki. Heimamenn tóku til við að leita að þeim sem var saknað og bættist fljótlega hjálp nær 400 leitarmanna, lækna og hjúkrunarfólks. Magnea Guðmundsdóttir, sem þá var oddviti sveitarstjórnar, var ein þeirra sem vöknuðu við það að snjóflóð hafði fallið á þorpið. Hún segir upplifunina hafa verið skelfilega. Hún hafi líka verið óraunveruleg, þetta hefði getað verið draumur en var ekki. Nú, tíu árum síðar, segir hún þakklæti ofarlega í huga sér, ekki síst þegar hún vaknaði á Flateyri í morgun, þakklæti til allra þeirra heimamanna sem tóku þegar til við hjálparstörf og þakklæti til allra þeirra sem komu til Flateyrar til að hjálpa. Stór hluti byggðarinnar á Flateyri þurrkaðist út þegar snjóflóðin féllu. Magnea segist aldrei hafa verið í nokkrum vafa um að Flateyri yrði byggt upp á nýjan leik. Sjálf flutti hún þaðan fyrir fáeinum árum en kemur reglulega til baka og segir ánægjulegt hversu fallegt þorpið sé orðið aftur. Íbúum Flateyrar hefur fækkað mjög síðan snjóflóðið féll. Þeir voru þrjú hundruð sjötíu og níu talsins fyrir tíu árum en hafa verið um og undir þrjú hundruð síðustu árin og stór hluti þeirra af erlendu bergi brotin. Minningarathafnir verða haldnar í íþróttahúsinu á Flateyri og í Neskirkju í Reykjavík í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Tuttugu létust og stór hluti byggðarinnar þurrkaðist út þegar snjóflóðið féll. Þrátt fyrir það voru flestir heimamenn á því að Flateyri skyldi endurreist. Fyrir tíu árum vaknaði Magnea við að snjóflóð hafði fallið. Hún segir tilfinninguna hafa verið óraunverulega, en skelfilega. Klukkan var sjö mínútur yfir fjögur að nóttu þegar snjóflóðið féll úr Skollahvilft og flestir íbúar sofandi í rúmum sínum, eða annars staðar þar sem þeir höfðu komið sér fyrir vegna snjóflóðahættu. 45 voru í nítján húsum sem flóðið féll á, 25 björguðust en tuttugu létu lífið. Hjálparstöð var komið upp í fiskvinnslustöðinni Kambi, þangað voru þeir sem slösuðust í flóðinu fluttir og hlúð að fólki. Heimamenn tóku til við að leita að þeim sem var saknað og bættist fljótlega hjálp nær 400 leitarmanna, lækna og hjúkrunarfólks. Magnea Guðmundsdóttir, sem þá var oddviti sveitarstjórnar, var ein þeirra sem vöknuðu við það að snjóflóð hafði fallið á þorpið. Hún segir upplifunina hafa verið skelfilega. Hún hafi líka verið óraunveruleg, þetta hefði getað verið draumur en var ekki. Nú, tíu árum síðar, segir hún þakklæti ofarlega í huga sér, ekki síst þegar hún vaknaði á Flateyri í morgun, þakklæti til allra þeirra heimamanna sem tóku þegar til við hjálparstörf og þakklæti til allra þeirra sem komu til Flateyrar til að hjálpa. Stór hluti byggðarinnar á Flateyri þurrkaðist út þegar snjóflóðin féllu. Magnea segist aldrei hafa verið í nokkrum vafa um að Flateyri yrði byggt upp á nýjan leik. Sjálf flutti hún þaðan fyrir fáeinum árum en kemur reglulega til baka og segir ánægjulegt hversu fallegt þorpið sé orðið aftur. Íbúum Flateyrar hefur fækkað mjög síðan snjóflóðið féll. Þeir voru þrjú hundruð sjötíu og níu talsins fyrir tíu árum en hafa verið um og undir þrjú hundruð síðustu árin og stór hluti þeirra af erlendu bergi brotin. Minningarathafnir verða haldnar í íþróttahúsinu á Flateyri og í Neskirkju í Reykjavík í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira