Aldrei í vafa að Flateyri yrði endurbyggð 26. október 2005 12:07 Hundruð manna tóku þátt í hjálparstarfi á Flateyri. MYND/GVA Tuttugu létust og stór hluti byggðarinnar þurrkaðist út þegar snjóflóðið féll. Þrátt fyrir það voru flestir heimamenn á því að Flateyri skyldi endurreist. Fyrir tíu árum vaknaði Magnea við að snjóflóð hafði fallið. Hún segir tilfinninguna hafa verið óraunverulega, en skelfilega. Klukkan var sjö mínútur yfir fjögur að nóttu þegar snjóflóðið féll úr Skollahvilft og flestir íbúar sofandi í rúmum sínum, eða annars staðar þar sem þeir höfðu komið sér fyrir vegna snjóflóðahættu. 45 voru í nítján húsum sem flóðið féll á, 25 björguðust en tuttugu létu lífið. Hjálparstöð var komið upp í fiskvinnslustöðinni Kambi, þangað voru þeir sem slösuðust í flóðinu fluttir og hlúð að fólki. Heimamenn tóku til við að leita að þeim sem var saknað og bættist fljótlega hjálp nær 400 leitarmanna, lækna og hjúkrunarfólks. Magnea Guðmundsdóttir, sem þá var oddviti sveitarstjórnar, var ein þeirra sem vöknuðu við það að snjóflóð hafði fallið á þorpið. Hún segir upplifunina hafa verið skelfilega. Hún hafi líka verið óraunveruleg, þetta hefði getað verið draumur en var ekki. Nú, tíu árum síðar, segir hún þakklæti ofarlega í huga sér, ekki síst þegar hún vaknaði á Flateyri í morgun, þakklæti til allra þeirra heimamanna sem tóku þegar til við hjálparstörf og þakklæti til allra þeirra sem komu til Flateyrar til að hjálpa. Stór hluti byggðarinnar á Flateyri þurrkaðist út þegar snjóflóðin féllu. Magnea segist aldrei hafa verið í nokkrum vafa um að Flateyri yrði byggt upp á nýjan leik. Sjálf flutti hún þaðan fyrir fáeinum árum en kemur reglulega til baka og segir ánægjulegt hversu fallegt þorpið sé orðið aftur. Íbúum Flateyrar hefur fækkað mjög síðan snjóflóðið féll. Þeir voru þrjú hundruð sjötíu og níu talsins fyrir tíu árum en hafa verið um og undir þrjú hundruð síðustu árin og stór hluti þeirra af erlendu bergi brotin. Minningarathafnir verða haldnar í íþróttahúsinu á Flateyri og í Neskirkju í Reykjavík í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Tuttugu létust og stór hluti byggðarinnar þurrkaðist út þegar snjóflóðið féll. Þrátt fyrir það voru flestir heimamenn á því að Flateyri skyldi endurreist. Fyrir tíu árum vaknaði Magnea við að snjóflóð hafði fallið. Hún segir tilfinninguna hafa verið óraunverulega, en skelfilega. Klukkan var sjö mínútur yfir fjögur að nóttu þegar snjóflóðið féll úr Skollahvilft og flestir íbúar sofandi í rúmum sínum, eða annars staðar þar sem þeir höfðu komið sér fyrir vegna snjóflóðahættu. 45 voru í nítján húsum sem flóðið féll á, 25 björguðust en tuttugu létu lífið. Hjálparstöð var komið upp í fiskvinnslustöðinni Kambi, þangað voru þeir sem slösuðust í flóðinu fluttir og hlúð að fólki. Heimamenn tóku til við að leita að þeim sem var saknað og bættist fljótlega hjálp nær 400 leitarmanna, lækna og hjúkrunarfólks. Magnea Guðmundsdóttir, sem þá var oddviti sveitarstjórnar, var ein þeirra sem vöknuðu við það að snjóflóð hafði fallið á þorpið. Hún segir upplifunina hafa verið skelfilega. Hún hafi líka verið óraunveruleg, þetta hefði getað verið draumur en var ekki. Nú, tíu árum síðar, segir hún þakklæti ofarlega í huga sér, ekki síst þegar hún vaknaði á Flateyri í morgun, þakklæti til allra þeirra heimamanna sem tóku þegar til við hjálparstörf og þakklæti til allra þeirra sem komu til Flateyrar til að hjálpa. Stór hluti byggðarinnar á Flateyri þurrkaðist út þegar snjóflóðin féllu. Magnea segist aldrei hafa verið í nokkrum vafa um að Flateyri yrði byggt upp á nýjan leik. Sjálf flutti hún þaðan fyrir fáeinum árum en kemur reglulega til baka og segir ánægjulegt hversu fallegt þorpið sé orðið aftur. Íbúum Flateyrar hefur fækkað mjög síðan snjóflóðið féll. Þeir voru þrjú hundruð sjötíu og níu talsins fyrir tíu árum en hafa verið um og undir þrjú hundruð síðustu árin og stór hluti þeirra af erlendu bergi brotin. Minningarathafnir verða haldnar í íþróttahúsinu á Flateyri og í Neskirkju í Reykjavík í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira