Innlent

Dæmdur fyrir gáleysi

Maður var dæmdur í Hæstarétti í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir gálausan akstur. Þótti maðurinn ekki hafa gætt nægilega að umferð annarra ökutækja í sömu átt þegar hann skipti um akrein með þeim afleiðingum að hann ók í veg fyrir bifhjól þannig að ökumaður þess kastaðist af hjólinu og slasaðist. Einnig var maðurinn dæmdur til að greiða sekt að upphæð 80 þúsund krónur. Hæstiréttur mildaði þar með dóm héraðsdóms, sem dæmt hafði manninn í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og 150 þúsund króna sekt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×