Starfsmenn rísa gegn stjórnendum 19. maí 2005 00:01 Trúnaðarráð verkalýðsfélaga starfsmanna hjá Alcan mótmæla harðlega tilefnislausum uppsögnum fimm starfsmanna sem unnið höfðu lengi og farsællega fyrir fyrirtækið. Í ályktun sem trúnaðarráðið sendi stjórnendum Alcan segir að uppsagnirnar vekji upp spurningar um hvort skoðanir manna eða ummæli þeirra séu hin raunverulega ástæða uppsagnanna. Enn fremur er skorað á stjórnendur fyrirtækisins að láta af þeirri ómannúðlegri stefnu að segja starfsmönnum upp án undangenginna aðvarana og fullnægjandi skýringa. Þetta er brot á kjarasamningi og samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. "Þeir gátu notað starfsmennina í áratugi en svo er þeim sagt upp fyrirvaralaust, það eru vinnubrögð sem við erum mjög ósáttir við," sagði Kolbeinn Gunnarsson formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Hann segir vinnubrögð Alcan stangast á við starfsreglur sem það hafi sjálft sett sér. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Alcan segir að uppsagnirnar fimm tengist engan veginn innbyrðis og vísar öllum getgátum um slíkt á bug. Ennfremur segir hann að löglega hafi verið staðið að uppsögnunum og ákvæði um kjarasamninga hafi ekki verið brotin. Hann vil ekki tjá sig um uppsagnir einstakra aðila en segir að í einstaka tilfellum þurfi að koma til uppsagnar þar sem starfsmaður eigi ekki samleið með fyrirtækinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur fimm starfsmönnum verið sagt upp frá því 1. mars og þykir starfsmönnum afar ómannúðlega að þeim staðið. Til dæmis hafi tveimur mönnum verið tilkynnt um uppsögn þeirra í síma og var þá annar í sjúkrameðferð vegna meints vinnuslyss. Einnig sagði Markús Kristjánsson frá því að honum hafi verið sagt upp tilefnalaust og án skýringa og verið svo fylgt af öryggisvörðum út fyrir vinnusvæðið. Fleiri fyrrverandi starfsmenn Alcan höfðu samband við Fréttablaðið og sögðu að þessi vinnubrögð stjórnendanna hefðu viðgengist lengur en frá 1. mars. Þeim hafði verið sagt upp fyrirvaralaust, fengið fylgt öryggisvarða út fyrir svæðið þar sem beið þeirra leigubíll sem fór með þá heim. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Trúnaðarráð verkalýðsfélaga starfsmanna hjá Alcan mótmæla harðlega tilefnislausum uppsögnum fimm starfsmanna sem unnið höfðu lengi og farsællega fyrir fyrirtækið. Í ályktun sem trúnaðarráðið sendi stjórnendum Alcan segir að uppsagnirnar vekji upp spurningar um hvort skoðanir manna eða ummæli þeirra séu hin raunverulega ástæða uppsagnanna. Enn fremur er skorað á stjórnendur fyrirtækisins að láta af þeirri ómannúðlegri stefnu að segja starfsmönnum upp án undangenginna aðvarana og fullnægjandi skýringa. Þetta er brot á kjarasamningi og samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. "Þeir gátu notað starfsmennina í áratugi en svo er þeim sagt upp fyrirvaralaust, það eru vinnubrögð sem við erum mjög ósáttir við," sagði Kolbeinn Gunnarsson formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Hann segir vinnubrögð Alcan stangast á við starfsreglur sem það hafi sjálft sett sér. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Alcan segir að uppsagnirnar fimm tengist engan veginn innbyrðis og vísar öllum getgátum um slíkt á bug. Ennfremur segir hann að löglega hafi verið staðið að uppsögnunum og ákvæði um kjarasamninga hafi ekki verið brotin. Hann vil ekki tjá sig um uppsagnir einstakra aðila en segir að í einstaka tilfellum þurfi að koma til uppsagnar þar sem starfsmaður eigi ekki samleið með fyrirtækinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur fimm starfsmönnum verið sagt upp frá því 1. mars og þykir starfsmönnum afar ómannúðlega að þeim staðið. Til dæmis hafi tveimur mönnum verið tilkynnt um uppsögn þeirra í síma og var þá annar í sjúkrameðferð vegna meints vinnuslyss. Einnig sagði Markús Kristjánsson frá því að honum hafi verið sagt upp tilefnalaust og án skýringa og verið svo fylgt af öryggisvörðum út fyrir vinnusvæðið. Fleiri fyrrverandi starfsmenn Alcan höfðu samband við Fréttablaðið og sögðu að þessi vinnubrögð stjórnendanna hefðu viðgengist lengur en frá 1. mars. Þeim hafði verið sagt upp fyrirvaralaust, fengið fylgt öryggisvarða út fyrir svæðið þar sem beið þeirra leigubíll sem fór með þá heim.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira