Fáar konur í stjórnum innan ASÍ 19. maí 2005 00:01 Konur skipa aðeins níu af 66 stjórnarsætum í þeim landssamböndum sem aðild eiga að Alþýðusambandi Íslands. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar nema í stjórnmála- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Sex landssambönd eiga aðild að ASÍ. Segja má að jafnréttið sé mest hjá Landssambandi íslenskra verzlunarmanna þar sem sex karlar og fimm konur skipa stjórnina en þó er rétt að taka fram að konur eru rúm 62 prósent félagsmanna. Hjá Sjómannasambandinu, Rafiðnaðarsambandinu og MATVÍS er hins vegar engin kona í stjórn. Ein kona er í tólf manna stjórn Samiðnar og þrjár í þrettán manna stjórn Starfsgreinasambandsins þar sem konur eru 57 prósent félagsmanna. Konur eru alls rétt tæpur helmingur félagsmanna í þessum landssamböndum en aðeins 14 prósent stjórnarmanna. Ef allt er lagt saman má segja að kynjahallinn, það er fjöldi karla í stjórnum umfram hlutfall félaga í samböndunum, sé rúm 35 prósent. Það er Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, nemi í stjórnmála- og viðskiptafræði, sem stendur að rannsókninni og eru tölurnar frá árinu 2004. En hvað segir Alþýðusamband Íslands við þessu sláandi hlutfalli? Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir að forsvarsmenn ASÍ hafi ekki séð niðurstöðurnar en þeir viti að kynjahlutfall í mörgum stjórnum aðildarfélaga ASÍ og þeim stofnunum sem ASÍ eigi aðild að séu ekki í samræmi við fjölda félagsmanna og þar halli mjög á konur. Á síðasta ársfundi ASÍ hafi sérstaklega verið ályktað um þessi mál og óskað eftir því að sambandið hefði frumkvæði að því að móta jafnréttisstefnu sem hefði það m.a. að markmiði að bæta úr þessu. Halldór segi nýbúið að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins sem sinna eigi þessum málaflokki. Aðspurður hvort hann vonist til að þetta hlutfall breytist í nánust framtíð segir Halldór að sambandið bæði vonist til þess og ætli að vinna að því með markvissum hætti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Konur skipa aðeins níu af 66 stjórnarsætum í þeim landssamböndum sem aðild eiga að Alþýðusambandi Íslands. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar nema í stjórnmála- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Sex landssambönd eiga aðild að ASÍ. Segja má að jafnréttið sé mest hjá Landssambandi íslenskra verzlunarmanna þar sem sex karlar og fimm konur skipa stjórnina en þó er rétt að taka fram að konur eru rúm 62 prósent félagsmanna. Hjá Sjómannasambandinu, Rafiðnaðarsambandinu og MATVÍS er hins vegar engin kona í stjórn. Ein kona er í tólf manna stjórn Samiðnar og þrjár í þrettán manna stjórn Starfsgreinasambandsins þar sem konur eru 57 prósent félagsmanna. Konur eru alls rétt tæpur helmingur félagsmanna í þessum landssamböndum en aðeins 14 prósent stjórnarmanna. Ef allt er lagt saman má segja að kynjahallinn, það er fjöldi karla í stjórnum umfram hlutfall félaga í samböndunum, sé rúm 35 prósent. Það er Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, nemi í stjórnmála- og viðskiptafræði, sem stendur að rannsókninni og eru tölurnar frá árinu 2004. En hvað segir Alþýðusamband Íslands við þessu sláandi hlutfalli? Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir að forsvarsmenn ASÍ hafi ekki séð niðurstöðurnar en þeir viti að kynjahlutfall í mörgum stjórnum aðildarfélaga ASÍ og þeim stofnunum sem ASÍ eigi aðild að séu ekki í samræmi við fjölda félagsmanna og þar halli mjög á konur. Á síðasta ársfundi ASÍ hafi sérstaklega verið ályktað um þessi mál og óskað eftir því að sambandið hefði frumkvæði að því að móta jafnréttisstefnu sem hefði það m.a. að markmiði að bæta úr þessu. Halldór segi nýbúið að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins sem sinna eigi þessum málaflokki. Aðspurður hvort hann vonist til að þetta hlutfall breytist í nánust framtíð segir Halldór að sambandið bæði vonist til þess og ætli að vinna að því með markvissum hætti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira