Fáir hlynntir Héðinsfjarðagöngum 9. maí 2005 00:01 Mikill meirihluti er á móti því að ráðist verði í gerð Héðinsfjarðarganga eins og samgönguáætlun Sturla Böðvarssonar gerir ráð fyrir samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Eru alls tæp 70 prósent þeirra sem afstöðu tóku á móti framkvæmdinni en aðeins rétt rúm 30 prósent fylgjandi. Andstaðan við Héðinsfjarðargöng er mest áberandi meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu en þar eru 78.4 prósent alfarið á móti göngunum en tæplega 22 prósent þeim fylgjandi. Göngin hljóta heldur ekki náð fyrir augum landsbyggðarfólks. Tæp 57 prósent þeirra telja að ekki eigi að ráðast í gangagerð um Héðinsfjörð en 43 prósent eru þeim fylgjandi. Tiltölulega lítill munur reyndist vera milli kynja. Þannig reyndust 26.5 prósent karla og 34.8 prósent kvenna hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum. Meiri andstaða mælist þó meðal karlmanna eða 73.5 prósent en 65.2 prósent hjá kvenfólki. Fjölmörgum aðilum á suðvesturhorni landsins hefur blöskrað hversu lítill hluti fjármagns er ætlað til samgöngubóta á því svæði en þangað fer aðeins um 20 prósent þess fés sem nota á til nýframkvæmda í vegamálum. Hefur Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, meðal annars lagt fram breytingartillögur á frumvarpinu sem fela meðal annars í sér að Héðinsfjarðargöng verða slegin af og meira fé veitt til verkefna á suðvesturhorni landsins. Könnunin var gerð símleiðis á sunnudaginn og var úrtakið 800 manns sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Var spurt hvort viðkomandi væri sammála því að gerð verði jarðgöng um Héðinsfjörð. Af aðspurðum kusu 29 ekki að svara og aðrir 137 voru óákveðnir og því 634 sem afstöðu tóku eða 79,3 prósent. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Mikill meirihluti er á móti því að ráðist verði í gerð Héðinsfjarðarganga eins og samgönguáætlun Sturla Böðvarssonar gerir ráð fyrir samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Eru alls tæp 70 prósent þeirra sem afstöðu tóku á móti framkvæmdinni en aðeins rétt rúm 30 prósent fylgjandi. Andstaðan við Héðinsfjarðargöng er mest áberandi meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu en þar eru 78.4 prósent alfarið á móti göngunum en tæplega 22 prósent þeim fylgjandi. Göngin hljóta heldur ekki náð fyrir augum landsbyggðarfólks. Tæp 57 prósent þeirra telja að ekki eigi að ráðast í gangagerð um Héðinsfjörð en 43 prósent eru þeim fylgjandi. Tiltölulega lítill munur reyndist vera milli kynja. Þannig reyndust 26.5 prósent karla og 34.8 prósent kvenna hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum. Meiri andstaða mælist þó meðal karlmanna eða 73.5 prósent en 65.2 prósent hjá kvenfólki. Fjölmörgum aðilum á suðvesturhorni landsins hefur blöskrað hversu lítill hluti fjármagns er ætlað til samgöngubóta á því svæði en þangað fer aðeins um 20 prósent þess fés sem nota á til nýframkvæmda í vegamálum. Hefur Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, meðal annars lagt fram breytingartillögur á frumvarpinu sem fela meðal annars í sér að Héðinsfjarðargöng verða slegin af og meira fé veitt til verkefna á suðvesturhorni landsins. Könnunin var gerð símleiðis á sunnudaginn og var úrtakið 800 manns sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Var spurt hvort viðkomandi væri sammála því að gerð verði jarðgöng um Héðinsfjörð. Af aðspurðum kusu 29 ekki að svara og aðrir 137 voru óákveðnir og því 634 sem afstöðu tóku eða 79,3 prósent.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira