Innlent

Siðaskrá DV birt

DV hefur nú sett sér siðaskrá. Það er Jónas Kristjánsson ritstjóri blaðsins sem unnið hefur upp reglurnar og segir hann siðaskrá DV í nokkrum atriðum sérstaka hér á landi, þótt hún eigi sér hliðstæður í verklagi erlendis. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV sagði m.a. í leiðara DV á dögunum að nú gætu allir séð hvaða siðir réðu ríkjum á ritstjórn DV og hverngi verklagsreglur væru þar á bæ, hvort og hvenær og í hve miklum mæli sé vikið út frá skránni og hvort ástæða sé til andmæla. "Gegnsæi er grundvöllur siðareglna af þessu tagi. Ritstjórnin leggur spilin á borðið, svo að allir geti betur áttað sig á forsendum þess, sem þeir sjá, heyra og lesa. Um leið veita siðareglur vörn gegn illa grundaðri gagnrýni, svo að betri tími vinnst til að taka á vandamálum, sem eru raunveruleg," segir Jónas Kristjánsson ritstjóri DV í leiðaranum. Jóna segir siðaskrár auðvelda blaðamönnum starfið, því þær segi þeim, hvernig megi starfa og hvernig ekki. Þá auðveldi siðaskrár ritstjórn fjölmiðla, því að þær séu óbein kennslubók í fjölmiðlun fyrir nýliða.Loks auðveldi þær notkun fjölmiðla, því að fróðari lesendur veiti betra aðhald. "Siðaskrár hafa nú rutt sér til rúms á góðum fjölmiðlum síðustu árin. Þekktust er siðaskrá breska blaðsins Guardian, sem var fyrst fyrrimynd að siðaskrá fyrir Fréttablaðið fyrir þremur árum og síðan að siðaskrá DV, sem nú tekur gildi. Í flestu falla þessar siðaskrár saman en hver fjölmiðill hefur sinn stíl," segir Jónas Kristjánsson ritstjóri DV í leiðara blaðsins. Siðaskrá DV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×