Leikir gærdagsins í enska 6. febrúar 2005 00:01 Lið Chelsea, sem hefur verið á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni undanfarið, varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli við Manchester City í gær. Chelsea menn óðu í færum í leiknum en náðu ekki að nýta sér það og uppskáru aðeins markalaust jafntefli. Í fyrri leik gærdagsins voru það svo liðsmenn Everton sem stálu senunni enn eina ferðina í vetur, þegar þeir björguðu stigi á elleftu stundu á útivelli gegn Southampton. Chelsea-liðið lék án Hollendingsins Arjen Robben sem er meiddur, en hefur verið aðalsprautan í liði þeirra og lykilmaður í velgengni þeirra undanfarið. Það virtist ekki ætla að koma að sök í gær, því Chelsea óð í færum og gerðu sig líklega til að valta yfir andstæðingana. Það átti hinsvegar ekki fyrir þeim að fara að vinna og blanda af óheppni þeirra og frábærri markvörslu David James, markvarðar Manchester-liðsins kom í veg fyrir sigur þeirra. Gestirnir áttu líka hættuleg færi í leiknum og á góðum degi hefðu þeir allt eins getað stolið sigrinum, en þeir náðu ekki að skora frekar en andstæðingarnir. City-menn geta þó vel við unað, enda hafa þeir nú hirt 4 stig af Chelsea í vetur, sem er árangur sem ekkert annað lið getur státað af. Þetta var í fyrsta skipti síðan 9. desember sem lið í úrvalsdeildinni nær að hafa stig af Chelsea-liðinu, en þá gerðu þeir 2-2 jafntefli við meistara Arsenal. Eiður Smári Guðjohnsen lék allann leikinn fyrir Chelsea og náði ekki að skora þrátt fyrir ágæt færi. Á St. Mary´s mættust heimamenn í Southampton og spútniklið Everton í hörkuleik. Það var fyrrum leikmaður Southampton, James Beattie, sem skoraði fyrsta mark leiksins en hann gekk í raðir Everton fyrir 6 milljónir punda fyrir stuttu og var því að spila sinn fyrsta leik á St. Mary´s fyrir annað félag. Hinn leggjalangi Peter Crouch náði að jafna leikinn fyrir hlé og heimamenn komust svo yfir í síðarihálfleik með marki frá Senegalanum Henry Camara. Bæði lið fengu nokkur færi til að skora á síðustu mínútum leiksins, en það var ekki fyrr en komið var fram yfir venjulegan leiktíma að Marcus Bent, framherji Everton, sleit sig lausan og skoraði frábært mark eftir gott einstaklingsframtak. Chelsea er áfram á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig, 9 stigum á undan Manchester United, sem er í öðru sæti. Everton tryggði stöðu sína í fjórða sætinu með stiginu í dag og hefur hlotið 48 stig. Lið Southampton er í verulegum vandræðum og er í næst neðsta sæti með aðeins 19 stig. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sjá meira
Lið Chelsea, sem hefur verið á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni undanfarið, varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli við Manchester City í gær. Chelsea menn óðu í færum í leiknum en náðu ekki að nýta sér það og uppskáru aðeins markalaust jafntefli. Í fyrri leik gærdagsins voru það svo liðsmenn Everton sem stálu senunni enn eina ferðina í vetur, þegar þeir björguðu stigi á elleftu stundu á útivelli gegn Southampton. Chelsea-liðið lék án Hollendingsins Arjen Robben sem er meiddur, en hefur verið aðalsprautan í liði þeirra og lykilmaður í velgengni þeirra undanfarið. Það virtist ekki ætla að koma að sök í gær, því Chelsea óð í færum og gerðu sig líklega til að valta yfir andstæðingana. Það átti hinsvegar ekki fyrir þeim að fara að vinna og blanda af óheppni þeirra og frábærri markvörslu David James, markvarðar Manchester-liðsins kom í veg fyrir sigur þeirra. Gestirnir áttu líka hættuleg færi í leiknum og á góðum degi hefðu þeir allt eins getað stolið sigrinum, en þeir náðu ekki að skora frekar en andstæðingarnir. City-menn geta þó vel við unað, enda hafa þeir nú hirt 4 stig af Chelsea í vetur, sem er árangur sem ekkert annað lið getur státað af. Þetta var í fyrsta skipti síðan 9. desember sem lið í úrvalsdeildinni nær að hafa stig af Chelsea-liðinu, en þá gerðu þeir 2-2 jafntefli við meistara Arsenal. Eiður Smári Guðjohnsen lék allann leikinn fyrir Chelsea og náði ekki að skora þrátt fyrir ágæt færi. Á St. Mary´s mættust heimamenn í Southampton og spútniklið Everton í hörkuleik. Það var fyrrum leikmaður Southampton, James Beattie, sem skoraði fyrsta mark leiksins en hann gekk í raðir Everton fyrir 6 milljónir punda fyrir stuttu og var því að spila sinn fyrsta leik á St. Mary´s fyrir annað félag. Hinn leggjalangi Peter Crouch náði að jafna leikinn fyrir hlé og heimamenn komust svo yfir í síðarihálfleik með marki frá Senegalanum Henry Camara. Bæði lið fengu nokkur færi til að skora á síðustu mínútum leiksins, en það var ekki fyrr en komið var fram yfir venjulegan leiktíma að Marcus Bent, framherji Everton, sleit sig lausan og skoraði frábært mark eftir gott einstaklingsframtak. Chelsea er áfram á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig, 9 stigum á undan Manchester United, sem er í öðru sæti. Everton tryggði stöðu sína í fjórða sætinu með stiginu í dag og hefur hlotið 48 stig. Lið Southampton er í verulegum vandræðum og er í næst neðsta sæti með aðeins 19 stig.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn