Er ekki hvers manns hugljúfi 15. apríl 2005 00:01 Gunnar Ingi Birgisson, stjórnarþingmaður og verðandi bæjarstjóri í Kópavogi, stóð upp á Alþingi síðasta þriðjudag og mótmælti harðlega skiptingu fjármuna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í vegamálum og setti sig upp á móti samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fjögurra ára. Þá skaut hann föstum skotum á samflokksmann sinn, Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Gunnar kallaði Héðinsfjarðargöng "vitlausa framkvæmd" og benti á að í Norðausturkjördæmi ætti að leggja upphæð til nýframkvæmda sem næmi 250.000 þúsund krónum á hvern íbúa, meðan á höfuðborgarsvæðinu öllu ætti að leggja til nýframkvæmda sem næmi um 37 þúsund krónum á íbúa. Flest árin sagði hann misskiptingu fjármuna til vegagerðar um 20 prósent höfuðborgarsvæðinu í óhag og gagnrýndi sérstaklega hversu mikið Norðvesturkjördæmi samgönguráðherra fengi. "Það eina sem vantar er malbikaður vegur upp á Langjökul," sagði Gunnar, sem syndir í málinu á móti ríkisstjórninni og er maður vikunnar fyrir að fylgja sannfæringu sinni á Alþingi. Þetta er raunar alls ekki í fyrsta sinn sem Gunnar syndir á móti straumnum á Alþingi. Hann lagði í þrígang fram frumvarp um að leyfa hnefaleika áður en það mál fékkst afgreitt, en hér voru hnefaleikar bannaðir frá árinu 1956 til 2001. Áður hafði málið verið fellt og svo dagað uppi í nefnd árið eftir. Að öðru leyti hefur hann á þingi látið sig framkvæmdamál mestu skipta og mál tengd fjármálum sveitarfélaga. Þá var hann líka fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um afléttingu veiðibanns á rjúpu og hefur látið sig skipta refaveiðar og erfðaskattsmál. Gunnar Ingi hefur orð á sér fyrir að vera fastur á sínu og jafnvel uppstökkur svo meira sé. Sumir ganga jafnvel svo langt að tala um að honum hætti til að vera fruntalegur, hvass og erfiður í samskiptum. Eða eins og einn viðmælandi orðaði það, hann er ekki hvers manns hugljúfi. Annar sagði nægja að orða það svo að Gunnar Birgisson væri heljarmenni. "Það er nóg. Honum verður ekki öðruvísi lýst," sagði sá. Þannig hefur oft blásið rækilega um í bæjarstjórninni í Kópavogi, en ef til vill blekkir þar útlit Gunnars og fas líka því hann er stór og mikill, með mikla og drynjandi bassarödd, sem hæpið kann að vera að hann ráði við að beita þannig á fundum að ljúflega leiki í eyrum manna. Gunnar er jafnframt sagður fluggáfaður og með eindæmum talnaglöggur. Ef hætta á sér út í rökræður við hann er því vissara að hafa fast land undir fótum og vera með allar staðreyndir á hreinu. Hann er hins vegar sagður taka gildum rökum og jafnvel vís til að ganga í að lagfæra hluti takist að sannfæra hann. Gunnar I. Birgisson er fæddur í Reykjavík, 30. september árið 1947. Hann er kvæntur Vigdísi Karlsdóttur sjúkraliða, og eiga þau tvær dætur, fæddar 1968 og 1976. Þá á hann hálfbróður á Alþingi, sammæðra, en það er Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Gunnar er sprenglærður, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972, með verkfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1977, meistarapróf í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg 1978 og doktorspróf í jarðvegsverkfræði frá Missouri-háskóla í Bandaríkjunum árið 1983. Hann hefur starfað sem verkfræðingur síðan árið 1977 og verið framkvæmdastjóri Klæðningar ehf. frá árinu 1986. Gunnar kom fyrst inn á Alþingi árið 1992 sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, en var svo kjörinn á þing árið 1999 og hefur setið þar síðan. Oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi hefur hann verið frá 1990 og formaður bæjarráðs frá sama tíma. Hann hefur setið í stjórnum og gegnt formennsku fjölda samtaka og stjórna auk nefndasetu á vegum Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Gunnar Ingi Birgisson, stjórnarþingmaður og verðandi bæjarstjóri í Kópavogi, stóð upp á Alþingi síðasta þriðjudag og mótmælti harðlega skiptingu fjármuna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í vegamálum og setti sig upp á móti samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fjögurra ára. Þá skaut hann föstum skotum á samflokksmann sinn, Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Gunnar kallaði Héðinsfjarðargöng "vitlausa framkvæmd" og benti á að í Norðausturkjördæmi ætti að leggja upphæð til nýframkvæmda sem næmi 250.000 þúsund krónum á hvern íbúa, meðan á höfuðborgarsvæðinu öllu ætti að leggja til nýframkvæmda sem næmi um 37 þúsund krónum á íbúa. Flest árin sagði hann misskiptingu fjármuna til vegagerðar um 20 prósent höfuðborgarsvæðinu í óhag og gagnrýndi sérstaklega hversu mikið Norðvesturkjördæmi samgönguráðherra fengi. "Það eina sem vantar er malbikaður vegur upp á Langjökul," sagði Gunnar, sem syndir í málinu á móti ríkisstjórninni og er maður vikunnar fyrir að fylgja sannfæringu sinni á Alþingi. Þetta er raunar alls ekki í fyrsta sinn sem Gunnar syndir á móti straumnum á Alþingi. Hann lagði í þrígang fram frumvarp um að leyfa hnefaleika áður en það mál fékkst afgreitt, en hér voru hnefaleikar bannaðir frá árinu 1956 til 2001. Áður hafði málið verið fellt og svo dagað uppi í nefnd árið eftir. Að öðru leyti hefur hann á þingi látið sig framkvæmdamál mestu skipta og mál tengd fjármálum sveitarfélaga. Þá var hann líka fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um afléttingu veiðibanns á rjúpu og hefur látið sig skipta refaveiðar og erfðaskattsmál. Gunnar Ingi hefur orð á sér fyrir að vera fastur á sínu og jafnvel uppstökkur svo meira sé. Sumir ganga jafnvel svo langt að tala um að honum hætti til að vera fruntalegur, hvass og erfiður í samskiptum. Eða eins og einn viðmælandi orðaði það, hann er ekki hvers manns hugljúfi. Annar sagði nægja að orða það svo að Gunnar Birgisson væri heljarmenni. "Það er nóg. Honum verður ekki öðruvísi lýst," sagði sá. Þannig hefur oft blásið rækilega um í bæjarstjórninni í Kópavogi, en ef til vill blekkir þar útlit Gunnars og fas líka því hann er stór og mikill, með mikla og drynjandi bassarödd, sem hæpið kann að vera að hann ráði við að beita þannig á fundum að ljúflega leiki í eyrum manna. Gunnar er jafnframt sagður fluggáfaður og með eindæmum talnaglöggur. Ef hætta á sér út í rökræður við hann er því vissara að hafa fast land undir fótum og vera með allar staðreyndir á hreinu. Hann er hins vegar sagður taka gildum rökum og jafnvel vís til að ganga í að lagfæra hluti takist að sannfæra hann. Gunnar I. Birgisson er fæddur í Reykjavík, 30. september árið 1947. Hann er kvæntur Vigdísi Karlsdóttur sjúkraliða, og eiga þau tvær dætur, fæddar 1968 og 1976. Þá á hann hálfbróður á Alþingi, sammæðra, en það er Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Gunnar er sprenglærður, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972, með verkfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1977, meistarapróf í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg 1978 og doktorspróf í jarðvegsverkfræði frá Missouri-háskóla í Bandaríkjunum árið 1983. Hann hefur starfað sem verkfræðingur síðan árið 1977 og verið framkvæmdastjóri Klæðningar ehf. frá árinu 1986. Gunnar kom fyrst inn á Alþingi árið 1992 sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, en var svo kjörinn á þing árið 1999 og hefur setið þar síðan. Oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi hefur hann verið frá 1990 og formaður bæjarráðs frá sama tíma. Hann hefur setið í stjórnum og gegnt formennsku fjölda samtaka og stjórna auk nefndasetu á vegum Alþingis.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun