Erlent

Viðbótarhermenn frá Írak eftir um mánuð

MYND/AP

Þeir viðbótarhermenn frá Bandaríkjunum sem sendir voru til Íraks til þess að auka öryggi í þingkosningum sem fram fóru í gær fara frá landinu um mánaðamótin janúar-febrúar. Þetta sagði George Casey, yfirmaður herliðs Bandaríkjamanna í Írak í dag. Um 150 þúsund bandarískir hermenn eru í Írak nú um stundir en reiknað er með að þeir verði um 138 þúsund í byrjun febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×