Trúnaðargögn í röngum höndum 13. apríl 2005 00:01 Fyrirtæki í eigu Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, á lénið utn.is en það tengist starfi hennar við upplýsingatækni í framhaldsskólum. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is en lénið utn.is er stillt þannig að allur póstur sem sendur er á póstföng sem enda á @utn.is endar í pósthólfi Láru. Þannig berst til dæmis póstur á david.oddsson@utn.is og illugi.gunnarsson@utn.is ekki í hendur ráðherra eða aðstoðarmanns hans heldur beint í hendur varaþingmanns stjórnarandstöðunnar. Lára vill ekki upplýsa um innihald póstsendinganna en segir þær hafa borist bæði á meðan Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra og eins eftir að Davíð Oddsson tók við. "Í sumum tilfellum hefur verið um að ræða afar viðkvæm mál og jafnvel mál sem snúa beint að öryggi Íslands, samskipti sendiráða við utanríkisráðuneytið og eins tölvupóstsendingar á milli starfsmanna ráðuneytisins," segir Lára. Undanfarin fjögur ár hefur Lára ítrekað látið ráðuneytið vita að henni hafi borist póstur sem ráðuneytinu var ætlaður og hún segist hafa boðið ráðuneytinu lénið utn.is til kaups gegn því að kostnaður við að flytja vefinn og kynna hann á nýjum stað yrði greiddur. „Ég nefndi enga upphæð heldur bauð ráðuneytinu að koma með einhverja tölu en ég hafði aðeins í huga nokkra tugi þúsunda. Ráðuneytið vildi einungis greiða fyrir stofnun á nýju léni sem er 12 þúsund krónur og láta mig sitja uppi með vinnuna og kostnaðinn við flutning og kynningu. Ég var ekki tilbúin til þess og því hefur ekkert verið gert í þessu máli," segir Lára. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, sagðist sleginn yfir að ekki skyldi vera búið að ganga frá þessu máli þegar Fréttablaðið bar fréttina undir hann í gær. Hafði hann strax samband við Láru og var gengið frá samkomulagi þess efnis að ráðuneytið eignaðist lénið utn.is. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, á lénið utn.is en það tengist starfi hennar við upplýsingatækni í framhaldsskólum. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is en lénið utn.is er stillt þannig að allur póstur sem sendur er á póstföng sem enda á @utn.is endar í pósthólfi Láru. Þannig berst til dæmis póstur á david.oddsson@utn.is og illugi.gunnarsson@utn.is ekki í hendur ráðherra eða aðstoðarmanns hans heldur beint í hendur varaþingmanns stjórnarandstöðunnar. Lára vill ekki upplýsa um innihald póstsendinganna en segir þær hafa borist bæði á meðan Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra og eins eftir að Davíð Oddsson tók við. "Í sumum tilfellum hefur verið um að ræða afar viðkvæm mál og jafnvel mál sem snúa beint að öryggi Íslands, samskipti sendiráða við utanríkisráðuneytið og eins tölvupóstsendingar á milli starfsmanna ráðuneytisins," segir Lára. Undanfarin fjögur ár hefur Lára ítrekað látið ráðuneytið vita að henni hafi borist póstur sem ráðuneytinu var ætlaður og hún segist hafa boðið ráðuneytinu lénið utn.is til kaups gegn því að kostnaður við að flytja vefinn og kynna hann á nýjum stað yrði greiddur. „Ég nefndi enga upphæð heldur bauð ráðuneytinu að koma með einhverja tölu en ég hafði aðeins í huga nokkra tugi þúsunda. Ráðuneytið vildi einungis greiða fyrir stofnun á nýju léni sem er 12 þúsund krónur og láta mig sitja uppi með vinnuna og kostnaðinn við flutning og kynningu. Ég var ekki tilbúin til þess og því hefur ekkert verið gert í þessu máli," segir Lára. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, sagðist sleginn yfir að ekki skyldi vera búið að ganga frá þessu máli þegar Fréttablaðið bar fréttina undir hann í gær. Hafði hann strax samband við Láru og var gengið frá samkomulagi þess efnis að ráðuneytið eignaðist lénið utn.is.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira