Sport

Keane segir sína skoðun

Írski fyrirliðinn Roy Keane hjá Manchester United er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum og hann hefur nú sagt sína meiningu á tapi sinna manna fyrir Norwich um síðustu helgi. "Það eru leikmenn í liðinu sem eru ekki að leggja sig 100% fram, það er augljóst á úrslitunum undanfarið og stöðu okkar í deildinni. Ég er viss um að nokkrir leikmanna okkar gætu viðurkennt að þeir væru ekki að gera það. Fólk er bara orðið þreytt á afsökunum og við eigum líka ansi fáar afsakanir eftir," sagði fyrirliðinn. Sumir vilja kenna knattspyrnustjóranum um, en ég er alls ekki sammála því. Hann hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að fá liðið til að spila almennilega. Þú getur teymt hestinn að troginu, en þú getur ekki látið hann drekka," sagði Keane, sem greinilega veit hvar orsökin fyrir döpru gengi félagsins undanfarið liggur. "Við þurfum aldeilis að taka okkur saman í andlitinu fyrir leikinn gegn Newcastle um helgina og við verðum að fara í hann til að vinna. Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna, en ég geri samt engan greinarmun á því hvort við spilum við Newcastle, Norwich eða AC Milan," sagði Roy Keane.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×