Erlent

640 ára í fangelsi

Adolfo Scilingo, fyrrverandi herforingi í argentínska hernum, var í gær dæmdur af spænskum undirrétti í 640 ára fangelsi fyrir þátttöku sína í gagnaðgerðum herforingjastjórnarinnar gegn meintum vinstrimönnum á árunum 1976-83. Scilingo var sakfelldur fyrir að hafa látið fleygja 30 manns út úr flugvélum á meðan á "skítuga stríðinu" stóð. Saksóknarar höfðu upphaflega krafist 9.138 ára fangelsis. Dómurinn er sá fyrsti sem kveðinn er upp á Spáni samkvæmt lögum sem heimila réttarhöld yfir þeim sem fremja glæpi gegn mannkyni í öðru ríki. Honum hefur þegar verið áfrýjað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×