Innlent

Samtök framleiðenda frumlyfja stofnuð

Samtök framleiðenda frumlyfja á Íslandi hafa verið stofnuð. Formaður er Hjörleifur Þórarinsson hjá GlaxoSmithKline. Tilgangur samtakanna er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og gæta hagsmuna framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu. Einnig að stuðla að rannsóknum og þróun lyfja og annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda hér á landi. Meðal stofnaðila eru öll helstu frumlyfjafyrirtæki heims og umboðsfyrirtæki þeirra auk þeirra sem sinna rannsóknum og þróun á þessu sviði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×