Innlent

Gabríela fékk heiðursverðlaun Myndstefs

Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður fékk í dag heiðursverðlaun Myndstefs. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt, en það var forseti Íslands sem afhenti þau. Gabríela fékk viðurkenninguna fyrir myndbandsverkið Versations/Tetralógía. Þá fékk ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, aukaverðlaun fyrir bók sína Andlit norðursins. Alls voru átta myndlistarmenn tilnefndir til verðlauna Myndstefs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×